Umsagnir

,,Sú vegferð sem ég hóf í Rope Yoga setrinu hefur leitt mig á góðar brautir, verkefnin eru áfram til staðar en nú sit ég við stjórnvölinn, vel viðbrögð ásamt því að elska og treysta sjálfri mér. Með Guðna hef ég náð ómetanlegum árangri”.
– Arnhildur Reynisdóttir, flugfreyja

,,Það var mitt gæfuspor að skrá mig á námskeiðið. Eftir fjölda uppskurða og að hafa brutt Parkodin Forte í mörg ár, fann ég hve magnaðar æfingarnar voru og ég gat hætt að nota verkjalyf”.
Bjarni Björnsson, bifvélavirki.

,,Guðni Gunnarsson er ekki aðeins fremstur okkar Íslendinga í heilrænum fræðum heldur í flokki þeirra allra bestu í heiminum”.
Magnús Scheving, frumkvöðull.

,,GlóMotion kerfið er algjörlega magnað. Það sýnir mér svart á hvítu í hvert skipti, hvar ég er stödd og hversu mikla heimild ég veiti mér í velsæld. Ekkert æfingakerfi hefur styrkt mig eins og GlóMotion og hvergi hef ég náð jafn miklum árangri. Ég hreinlega væri ekki þar sem ég er í dag nema vegna þess að ég stunda tímana og nýti mér til framdráttar. Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar”.
Ingibjörg Gréta Gísladóttir, verkefnastjóri.

,,Frábært kerfi sem ég vildi að sem flestir leyfðu sér að kynnast og njóta”.
Ragnhildur Gísladóttir, tónskáld.

,,Máttur Athyglinnar er einstakt námskeið sem ýtir manni út fyrir þægindarammann með góðum aðferðum til að takast á við það sem þú velur. Ef þú vilt gefa þér heimild til að ná árangri í leik og starfi þá býður Máttur Athyglinnar svo sannarlega upp á þau verkfæri”.
Kristján Pálsson, framkvæmdastjóri.