Unnur Huld. umsögn Líffærniskólinn. rys.is

Ást í stað blekkingar. Unnur Huld. Umsögn. Líffærniskólinn.

Eina tilfinningin er ást, allt annað er blekking.
Frábær ákvörðun að skrá sig í Lífsfærniskólann. Kennslan og fræðslan og nálgun á námsefninu, var kröftug, mild og falleg. Þessi skólaganga var algjörlega fyrir mig. Það er þakklæti sem ég sendi ykkur og allt er skýrar fyrir mér. Ekkert mengað lengur, það bara er. Mér sjálfri líður betur á hverjum degi. Allt sem ég sendi frá mér, veiti athygli. Vel að gefa af mér. Allt þetta hefur áhrif á mig og á alla.
Ég er betur tengd. Mér finnst gott að geta valið. Núna finn ég mikilvægi þess að vera sjálf við stýrið. Ég finn til meira frelsis.
Ég elska að skrifa, hlusta á margskonar tilfinningar.

Færnin til að lifa…til að lifa af….takast á við áskoranir, finna til sársauka án viðvarandi þjáningar, finna til mín í einlægni, verða fær um að skilgreina mínar eigin tilfinningar, fær um að veita mér sjálfri athygli, geimbúningnum/líkama mínum, andanum, vitundinni, viljanum, mættinum.

Vera fær um að Vilja mig skilyrðislaust og umvefja ást og hlýju.
Lífsfærni til að finna fyrir öðrum, návist þeirra og virða skoðanir þeirra og framgöngu eða afturgöngu, líkt og væru mínar eigin. Ég er Við Færni til að velja að ganga til mín en ekki frá mér…..og ef ég geng frá mér á stundum von-leysis, þá hef ég val um að koma til baka til mín og fagna endurkomu minni.

Verða fær um að hlusta á mig, málflutning minn og samþykkja eða velja að breyta honum svo ég finni sátt í hjartanu eða lofa að vera eins og hann flyst út til móttakarans. Fær um að hlusta á málfar annara án þess að grípa frammí eða bíða eftir að ég komist að og taki yfir.

Færni&Næmni; að heyra hjartað slá og finna fyrir taktinum, lífskraftinum og ef/þegar krafturinn dvínar þá að vera fær um að blása í glæðurnar á ný og treysta útkomunni.

Lífsfærnin að tengja mig við Móðurina og Föðurinn, Yin og Yang orkuna, skilja að þar er munur.
Finna fyrir sköpuninni alltum kring, heyra hljóm náttúrunnar og skilja að við erum hluti af henni og hún okkur. Verða fær um að finna minn innri neista – rifja upp í kjarna sálar minnar hver ég er, hver er tilgangur minn, er ég fær um að finna hann, vil ég breyta einhverju í mínu fari til að mér líði „öðruvísi“ eða líði betur í eigin skinni. (?)
Hef ég öðlast Vald yfir mér sjálfri, vil ég hafa um það að segja og leyfa mér að baða mig í ljómun og ljósi. Var ég fær um að lofa birtunni að streyma inn þegar ég lokaði mig inni með myrkrinu. Er ég fær um að skilja að allt er á mismunandi tíðni.

Já; ég hef þegið leiðsögn og er fær um að fyrirgefa sjálfri mér og heitbindast mér.

Er ég valfær vera – vil ég ástunda kærleiksríkt viðmót til mín og annarra, er ég fær um að þiggja af öðrum, af Alheimsorkunni og gefa af mér einlæglega á móti, heilt og ófölskvað.
„Þakklæti og örlæti á sama peningnum.“
Var ég fær um að sjá við mér, var ég fær um að viðurkenna fyrir mér að með sumum gjörðum mínum áskotnaðist mér það sem ég tók fagnandi á móti og líka það sem ég vildi ekki kannast við að hafa beðið um, en viljaði samt til mín.
Er ég á þessari „meðgöngu“ lífsfærni minnar, meira fær um en áður að elska mig, sýna mér ótakmarkaða ást og blessun.
Svarið er Já; ég hef öðlast meiri færni og þjálfun til þess, sterkari vilja, betri og skýrari sýn á Ferðalaginu. Ég er færari um að finna fyrir þakklæti og meðvitað vel ég mér, mildi&hlýju, virðingu fyrir öllu sem ER og finn áhrifin sem verða þegar ég tengi við hjartað og „ER“….Ég ER og flæðið sem fer um rýmið til annarra, finnur sér farveg og breytir öllu til hins betra.
Aukinn færni mín að hlusta betur og skilja um leið Orðræðu Guðna, finna samhljóminn og heyra orðin hljóma innra með mér og sannleiksgildi þeirra. Að leyfa mér að líða betur í eigin skinni, í eigin vitund og aukið rými til að setja mig í FRIÐ.

Markmiðin eru skýrari og trúverðugri.

Námið er frábært, gleði-og innihaldsríkt. Það hefur birt upp í Til-veru minni og framganga mín á vegferðinni er öruggari, markvissari en áður.
Hugleiðingar – Vakandi með Guðna 3svar í viku, athyglin á orkustöðvarnar, finna, staldra við, skynja muninn á því sem ég veiti athygli og streymi inn Ljósi og því sem er (enn) án athygli.
Að vera fær um að Sleppa; er enn áskorun fyrir mig og markviss þjálfun. Það er mikils virði að þekkja þann létti sem fylgir því frelsi að „SLEPPA“.
Undanfarna mánuði hef ég sleppt því sem ég hélt sem fastast í, þrátt fyrir að hljóta af því sár og eymsli.
Vitund mín og skilningur hefur stækkað og tilfinningin magnast þegar ég sleppi því/þeim sem ég vel að hafa ekki í lífi mínu.
Heilræktin; þjálfun í vitund og virðingu við Musteri mitt….. m.a. frelsandi sleppur, styrkjandi æfingar, flæðis- vitundar- og magnaðar öndunaræfingar.

Lífsfærniskólinn/námið;
Ákvörðunin að fara í skólann, tók ég eftir að hafa farið á nokkur námskeið hjá Guðna.
Þau höfðu hvert og eitt styrkt mig í framgöngu til betri sjálfsvitundar og andlegs þroska.
Í sannleika sagt; þá tók ég oftast jákvæð og þorinn við þeim „verkfærum“ sem ég hafði gleymt hvernig átti að nota.
Á námskeiðunum var ég minnt á mikilvægi þess að eiga innistæðu, var leidd áfram í vitund og hjartlægri samfylgd við Guðna og Guðlaugu konu hans, ásamt frábærum einstaklingum sem þyrsti eftir sannleikanum um Athygli og Orku – Ljós og Ást.

Ég er þakklát að velja að skrifa þessa umsögn og upplifun mína í Lífsfærniskólanum. Á hverjum degi hef ég þegið innihaldsríka hvatningar-pósta, vísun á hugleiðingar, slökun, pistla, þjálfun.
Þetta hefur verið akkeri mitt og tilhlökkun inní daginn að skoða hvað bíður mín, ef ég einungis vil og vel að taka á móti því og uppskera Ljómann.

Ég er nemandi í skóla Lífsins – Lífsfærninámi sem er ein af dýrmætu gjöfum frá mér til mín og innihaldið vex með degi hverjum.
Innihaldið er ég sjálf…..allt sem ég var…..orsök&afleiðing af ákvörðun mínum, hegðun, uppbyggjandi&niðurrífandi s.s. ástleysi, höfnun, tregða, vansæld……eða allt sem ég er og vel að vera; Velsæld, Ljósberi, mannVinur, Vera, Kærleikur og Ást.

Bækurnar;
Máttur Viljans
Máttur Athyglinnar
Máttur Hjartans
Máttur Þakklætis, eru litlar biblíur….svo einstakar og um leið samtvinnaðar af Mættinum sem býr innra með mér – innra með þér.

Ekkert er eins og áður…..Ég er Mætt til að Vera vera en ekki fjar-vera.

Hjartans þakkir kæru hjón;
Guðni og Guðlaug

Unnur Huld Sævarsdóttir

Scroll to Top