Lífsfærniskólinn. Valfærni, varanleg velsæld og auðlegð.
Lífsfærniskólinn með Guðna: nám í VALFÆRNI, varanlegri velsæld og auðlegð.
Heilstætt nám í lífsfærni, leiðsögn í heilan vetur. Faðmaðu lífið. Lífsfærniskólinn hefst 12.09.2023 ATH: takmarkaður fjöldi.
Viltu öðlast frelsi frá oki hugans?
Viltu endalausa orku og áræðni?
Viltu læra að næra og styrkja líkama þinn?
Viltu hanna eigin umgjörð fyrir varanlega auðlegð, velsæld og hamingju?
Viltu vera valfær, viljandi skapari þinna örlaga?
Viltu opinbera tilgang þinn og virkja ástríðu?
Viltu auka heimild þína til að þiggja og vera ást?
Viltu vera þakklát VERA?
Veldu greiðslur:
Staðgreitt, kr. 179.800. Eða einu sinni í mánuði, 7 mánuði kr. 27.140 kr. í hvert skipti, í allt kr. 189.980.
27,140kr. – 179,800kr.
Ertu til þann 12.09.2023? ATH: takmarkaður fjöldi
Varanleg auðlegð og velsæld á einstöku verði.
Það sem þú færð.
Fyrir áramót:
Mæting alla þriðjudaga kl. 19:30 til 20:30
Sextíu mínútna persónulegur fundur með Guðna og Guðlaugu á zoom 1 x í mánuði á meðan á náminu stendur.
Bækurnar Máttur viljans, Máttur athyglinnar, Máttur þakklætis og Máttur hjartans
Máttur athyglinnar 7 vikur hefst 12. september.
Vakandi 4 vikur hefst 31. október
Lífsfærni mætingar 1 x í mánuði í hópefli og lífsfærni með Guðna og Guðlaugu
1 x enkatími með Guðna á skrifstofu eða á netinu samkvæmt samkomulagi
Það sem þú færð.
Eftir áramót:
Mæting alla þriðjudaga kl. 19:30 til 20:30
Máttur þakklætis 9 vikur hefst 9. janúar, 2024.
Máttur hjartans 4 vikur hefst 9. apríl
Lífsfærni mætingar einu sinni í mánuði í hópefli og lífsfærni með Guðna og Guðlaugu
Aðgangur að GlóMotion HeilRækt netnámi fylgir á meðan á náminu stendur.
Heildarverð fyrir heilan vetur er: 179.800
(verðmæti pakkans er 300.000, þú sparar 120.200 kr.)
Skólaslit
50% afsláttur á Rope Yoga grunnnámskeið, Glómotion heilrækt og Rope Yoga flæði
MEÐMÆLI NEMENDA
Eva Birgitta. Yoga þjálfari.
Eva Birgitta ákvað fyrir nokkrum árum að stíga inn í nýtt líf á eigin forsendum. Hún dvaldi á Bali í tvö ár við að endurnýja sig og sína lífssýn.
Taktu ábyrgð. Nökkvi Fjalar. Umsögn. Lífsfærniskólinn.
Vilt þú taka ábyrgð á eigin lífi? Læra að taka ábyrgð á eigin lífi? Þá …
Núið er kraftaverk. Ingibjörg R. Þengilsdóttir. Umsögn. Lífsfærniskólinn.
Góðan daginn kæru hjón! Eins og þið hafið. sjálfsagt tekið eftir, að þá hef ég …
Tilgangur minn er að VILJA MIG. Margrét Leifsdóttir. Umsögn. Lífsráðgjafanám.
Til þess að geta nýtt styrkleika sína til fulls þá þarf maður að kynnast sjálfum …
Ástríða eða kulnun?
Ertu draugur eða draumur? Ertu eftirsjá og iðrun? Eða ertu ástríða og andagift? Hvað vilt þú? Vilt þú þig? Hver ert þú? Hver viltu vera? Hvert viltu fara? Hvað viltu gera? Hverjir eru draumar þínir? Líka þessir stóru sem skortdýrið vill ekki leyfa þér að setja niður á blað?
Streita er hlaðin krafa um að tilvistin á þessu augnabliki sé öðruvísi. Samt höfum við varið ómældum tíma og orku í að koma okkur hingað, núna. Streita er afneitun á þeim veruleika sem við höfum sjálf raungert; hún er vanþakklæti. Kulnun er afleiðing af þessari kröfu yfir lengri tíma, endurtekin vonbrigði, vanþakklæti sem hefur rýrt alla orku og tæmt alla sjóði.
Að sjálfsögðu fylgja lífinu ótal áskoranir sem þú getur valið að upplifa sem áreiti eða tækifæri á hverjum einasta degi, en það er ekki náttúrulögmál að þau breytist í streitu, kvíða eða kulnun.
Ég vil ekki að gera lítið úr kulnun og þeirri umræðu sem nú fer fram um hana. Kulnun er raunverulegt ástand, það efast ég ekki um. En fyrir mér er kulnun ekkert annað en uppsöfnuð vonbrigði; þegar þú ert búinn að svíkja og pretta sjálfan þig og lifa í stöðugri blekkingu og væntingum um „að þegar þú gerir þetta og hitt“ sértu kominn á leiðarenda. Kulnun er gjaldþrot líkamans; þegar við höfum lifað um efni fram nógu lengi til að skapa orku og lífsþrot, andlegt, huglægt, tilfinningalegt og líkamlegt gjaldþrot.
Ásetningur næringar – Hvað þýðir það?
Hver er þinn ásetningur næringar?
Til hvers borðarðu? Til að byggja þig upp eða rífa þig niður? Til að kæfa eldinn í hjartanu eða örva hann?
Það þýðir að næra ásetning sinn og tilgang; að næra sig í vitund, viljandi, út frá meðvituðum forsendum. Það felur í sér að þú veltir því fyrir þér hver tilgangur þinn er með því að næra þig. Hefurðu yfirlýstan tilgang sem er ákveðinn í vitund? Læturðu steypuna renna út í loftið eða hefurðu slegið upp steypumóti eftir eigin höfði áður en þú hefst handa? Skilurðu að öll næringin sem þú innbyrðir verður að þér? Ertu að næra vansæld eða velsæld? Fjarveru eða veru?
Er næringarmynstrið þitt smámál eða stórmál?
Við innbyrðum næringu að meðaltali 5–6 sinnum á dag, 35–45 sinnum á viku, 150–180 sinnum á mánuði og 1770–2124 sinnum á ári. Þetta er besta og öflugasta tækifæri til umbreytinga sem um getur. Athöfnin að næra sig – að færa sig nær sér – er stærsta tækifærið sem við höfum til að stíga inn í núið. Hvað þurfum við að leggja á okkur mikla vinnu og margar búðarferðir til að moka í gin skortdýrsins – svo ekki sé talað um að þrífa upp eftir það?
Endurhleðsla og endurnýjun
Hvað hleður þig? Hvernig hleypir þú orkunni að þér?
Þetta er ein mikilvægasta spurningin sem þú getur spurt þig.
Er það hugleiðsla eða jóga?
Er það kórsöngur eða tónlist?
Er það samvera með börnunum þínum?
Er það bæn eða Faðirvorið?
Er það þegar þú ferð í sturtu að morgni og finnur heitt vatnið renna yfir líkamann í fullri vitund?
Er það þegar þú dregur djúpt andann og kjarnar þig?
Er það þegar þú faðmar aðra manneskju og leyfir hjörtum ykkar að slá í takt eitt augnablik?
Er það þegar þú sýnir örlæti og kærleika og hjálpar annarri manneskju?
Enginn getur svarað þessari spurningu nema þú. Þínir dagar, eftir þennan fyrirlestur, eiga að snúast um ákafa leit þína að eigin tengingum, ekki í huga eða efa, heldur í hjarta og sál, trausti og snertingu og fullri vitund.
Í einlægni er allt opið. Allt í þér er opið þegar þú ert einlægur og þá getur öll orka streymt til þín og frá þér, þú getur þegið og gefið í sömu andrá.
Að efast er að veikja og aftengja, afhlaða. Að treysta er að tengja og styrkja, hlaða.
Það getur enginn nærst eða hvílst til fulls nema með því að vera þakklátur, vilja sig og fyrirgefa sér. Þakklæti er forsenda þess að geta þegið. Og forsenda þess að geta þegið er að hafa sleppt tökunum, látið frá sér og skapað rými – til að þiggja.
7 skrefa hugmyndafræði GlóMotion Heilræktar. Þar er þátttakendum kennt hvernig þeir geta valið að vakna til ábyrgðar í eigin lífi og hvernig þeir geta valið eigin ásetning og tilgang. Sýnt hollustu og trúfestu, leyft sér að þroskast vegna eigin verðleika, aukið innsæi sitt, kærleika og þakklæti.
• Vakna til vitundar um hlutverk sitt sem skapandi leiðandi afl
• Læra að velja viðbragð í stað þess að bregðast við; vera valfær
• Ákveða tilgang, skýra áform og sýn, hafa markvissan ásetning
• Verða trúverðugur, ráðvandur og verðugur
• Leyfa framgang, setja markmið og leyfa sér að standa við þau
• Vera vitni að eigin tilvist, ekki dómari og böðull
• Þakklæti, velmegun í stað skorts eða vanþóknunnar
VakAndi með Guðna
Þú lærir íhugun (mindfulness) slökun og nærandi, eflandi, róandi öndunartækni GlóMotion heilræktar
Þetta er nærandi iðkun sem býður upp á rými þar sem þú getur leyft líkama og hug að sleppa og endurnærast.
Hér er boðið upp á ferðalag inn á við þar sem þú ferðast í vitund, athygli án afstöðu eða dóms og lærir að hugsannir og aðrar upplifannir hafa ekkert vægi nema þú veitir það.
Í djúpslökun upplifir þú meiri hvíld en í venjulegu svefni. Slökuninn endurnærir og endurnýjar frumur líkamans og losar um djúpliggjandi spennu.
Það sem þú lærir og öðlast er:
Hvað er íhugun og hvað getur hún gert fyrir þig?
Mismunandi leiðir til að stunda og vera í vitund, árverkni
Hvernig þú hámarkar umfang og gæði öndunnar
Hvernig þú getur nýtt öndunnartækni til að róa þig eða örva – tendra ljós þitt og ástríður
Hvernig þú hámarkar hvíld og gæði svefns og endurnæringar
Þeir sem eru VakAndi í vitund öndunnar ráða upplifun, tilvist
Nemendur fá leiddar upptökur og gögn til stuðnings.
Máttur Athyglinnar
Allur þinn máttur snýst um aðeins tvö viðhorf: blessun eða böl? Á hverju andartaki getur þú valið hvort þú veitir athygli eða viðnám, á þessu vali byggist öll þín tilvist.
Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar, hvort sem þú telur þig vilja það eða ekki. öll þín athygli er ljós. hamingja er að vakna til vitundar, taka ábyrgð og velja að velja hvert athyglin beinist.
Athygli er ljós og þitt ljós er þín auðlind
Öll athygli er ljós. Orkan þín er ljósgeisli. Þegar þú vaknar til vitundar geturðu ráðið því hvert þú beinir honum. Þangað til hefurðu ekkert val. Þú berð ábyrgð á því hvort geislinn skín skært og af mikilli ástríðu eða hvort hann er daufur og skín í gegnum kámugt og rispað gler.
Máttur Viljans
Ert þú viljandi í vitund eða ó-viljandi?
Valfærni er forsenda árangurs/velsældar. Allt er orka. Orka er allt sem er. Ást er eina tilfinningin – sönn uppspretta orkunnar. Allt annað er blekking. Orkan fæst með því að taka ábyrgð, verða valfær. Og ábyrgðin fæst með fyrirgefningunni. Að taka ábyrgð er forsenda þess að geta borið heilan ávöxt.
Endurheimtu vald þitt og frelsi og láttu af eftirsjá og iðrun, fóðri fórlarlambssins.
Er sjálfsmynd þín skýr? VILT ÞÚ ÞIG?
Þú getur aðeins fyrirgefið þér:
Þú getur ekki fyrirgefið öðrum og aðrir geta ekki fyrirgefið þér. Þegar þú sannarlega sleppir öðlast þú frelsi: VALD/VILJA: Valfærni
Máttur hjartans – Sjáðu fyrir þér
Ferðalag frá tvískinnungi hugans til einlægs og heillandi hjarta.
Lærðu að sjá fyrir þér og öðlast varanlega heimild fyrir velsæld – haminngju!
Máttugar eru hjartlægar manneskjur sem sjá fyrir sér viljandi!
Á þessu fyrirlestri lærir þú að leiðrétta áunnin vana, skilgreina hvað þú vilt, hvernig þú breytir viðhorfi þínu og aflar þér heimildar til að laða að þér allt sem þú vilt!
Hvað vil ég? Hver er ég? Hvert vil ég fara? Hvenær? Hvernig vil ég gera það? Á hvaða forsendum?
Við höfum allt sem við þurfum – núna – til að lifa í friði og fullkominni velsæld. Það eina sem þarf til að breyta öllu er að víkja úr vegi sjálfs þíns og hefja göngu farsældar byggða á skýrri sýn í máttugri vitund.
Máttur hjartans er kraftmikið ferðalag frá tískinnungi til einlægni og heilinda og er ætlað þeim sem vilja VILJA sig skilyrðislaust!
Máttur þakklætis
Þakklæti er gáttin í velsæld
Við hlöðum okkur með því að tengja. Með því að stinga í samband.
Þetta er hægt að gera með ótal aðferðum. Veltu þessu fyrir þér. Hvenær finnur þú til tengingar í eigin lífi?
Og hvernig skilgreinir þú orkuna í stóru samhengi? Er orkan sjálft almættið?
Er orkan uppruninn sjálfur? Er orkan kærleikurinn?
Minn málflutningur er alveg laus við trúarlegar víddir – en á sama tíma kallast hann á við inntakið í öllum trúarbrögðum heimsins, sannleikann og ljós heimsins. Almættið er allt, alls staðar, og það er ekki háð neinum trúarbrögðum eða skrumskælingum. Þegar þú opnar hjarta þitt og leyfir ljósinu að streyma til þín óhindrað finnurðu fyrir þakklæti, snertingu af hálfu orku sem hefur engan áhuga á að stjórna þér eða hræða. Almættið er einfaldlega orkan og lífsaflið sem öllum er gefið og er óaðskiljanlegt okkur og öllu öðru í þessum heimi. Það er hins vegar í okkar valdi að afneita okkur og yfirgefa með því að sýna vanþakklæti; þannig rjúfum við tenginguna við almættið og getu okkar til að þiggja ljósið og kærleikann sem er alls staðar, alltaf. Mínum málflutningi, ekki síst sjónsköpunaræfingunum, er ætlað að styðja þig úr ótta yfir í traust; að þjálfa þig í að hleypa ljósinu að þér aftur og finna aftur til tengingar við risastóra og öfluga til-veru þessa heims.
Þakklæti er gáttin inn í öflugustu og fallegustu upplifun sem til er, tilfinningu sem gerir líf þitt fyllra, ánægjulegra og magnaðra á allan máta. Það er t.d. ómögulegt að vorkenna sér eða upplifa vanmátt, skort og vanþakklæti á sama tíma og maður upplifir og nýtur þakklætis/allsnægta/velsældar. Vissulega er þakklæti tilfinning og athöfn, en ekki frasi eða kurteisi. Eins og með allar athafnir er það ásetningur, vilji, framganga og þjálfun sem gerir fúskara að fagmanni og leikmann að meistara. Allt sem þarf er vilji og dagbók til að skrá í vitund allt sem þú ert þakklátur fyrir. Þú veitir þakklætinu einlæga athygli, þjálfar þig í að tengja við tilfinninguna og leyfa henni að breiðast frá hjartanu út í holdið og fylla alla þína tilvist af ljósinu, orkunni sem streymir til þín þegar hjarta þitt er opið, móttækilegt og þakklátt.
Hvað er lífsfærni?
Lífsfærni er með öðrum orðum færni í að velja líf sitt, vera valfær svo þú getur öðlast varanlega velsæld og auðlegð.
Í Lífsfærniskólanum eru þér gefin verkfæri sem Guðni Gunnarsson hefur þróað um árabil og er ætlað að leiða þig í gegnum ferli þess að uppgötva, velja, ákveða og lýsa yfir þínum tilgangi og skilgreina áform sem þú heitir sjálfum þér að fylgja. Þessi verkfæri gera þér kleift að vakna til vitundar, verða valfær og uppfylla drauma þína með því að setja þér markmið sem byggjast á tilgangi og sýn. Þessi markmið geta af sér sérstakan, mælanlegan og framkvæmanlegan árangur eftir ákveðinn tíma. Með því að nema lífsfærni, ástundarðu heilrækt sem tengir hjarta þitt við hugann til að skrá hugsanir, orð og gjörðir sem geta af sér ástríðu, eldmóð og þau tilfinningalegu áhrif sem þarf til að fylla líf þitt allsnægtum og velsæld.
Heilrækt gerir kleift að spyrja mikilvægra spurninga um þig, tilvist þína, aðstæður, viðhorf og þrár og vilja. Þessi sjálfsvinna breytir viðhorfum þínum þannig að meira rými verður fyrir einbeittara val sem byggir á því að vera í núinu, í hugsun og ígrundun. Með því að skrá lista yfir möguleika sem leiða af sér velgengni og gnægð lærirðu að finna fyrir því valdi sem felst í ákvarðanatöku. Þú færð leiðbeiningar sem beina þér framhjá óákveðni með því að læra að einbeita þér að ákvarðanatökunni og þannig færðu betur skilið hvað þarf til að ná þeirri niðurstöðu sem þú hefur valið, í vitund, að þú og samferðarmenn þínir hafið hag af. Þú lærir að einbeita þér að ferðinni en ekki áfangastaðnum, en muna samt hvert ferðinni er heitið og vilja hana – þegar þú ert þú ábyrgur, valfær skapari velgengni og allsnægta, þegar þú ert lífsfær.
SMELLTU Á MYNDBANDIÐ
Skoða aðrar vörur!
-
Yoga fyrir alla.
20,000kr. -
Yin Yoga – djúpt, nærandi og átakalaust
20,000kr.