Ráðgjafi. Heilsu- og lífsfærni ráðgjafanám

Ráðgjafi í lífsfærni! Langar þig að öðlast nýja færni, full ráðgjafaréttindi í viðurkenndu vörumerki og skapa þér nýjan vettvang þar sem þú hjálpar bæði öðrum og þér? Ráðgjafanám í GlóMotion-lífsfærni veitir þér réttindi sem GlóMotion-lífsfærni ráðgjafa Þú færð í hendurnar velsældarumgjörð sem veitir þér sjálfsþekkingu, viðhorfsbreytingar og fullan aðgang að valdinu og viljanum sem alheimsorkan – til-veran – hefur lagt að fingrum þér. Ráðgjafanámið veitir réttindi til meðferðar og er árs nám.

Námskeiðið hefst 22. september, 2023

Veldu greiðslur:
Staðgreitt kr. 650.000
Raðgreiðslur kr. 700.000 (yfir 10 mánuði, 10 x 70.000)

70,000kr.650,000kr.

Ráðgjafi. Námið í GlóMotion Heilræktarfræðunum er sniðin að þörfum einstaklinga, pörum eða starfsvettvangi.
Tilgangurinn er að greina viðnámið, tregðu eða aðrar áskorannir í hegðun og ferlum, beina síðan athyglinni í farveg lausna með notkun umgjarða sem byggjast á skrefunum sjö til varanlegrar velsældar. Velsæld er áunnin og er í raun ferli sem byggist á ákveðum athöfnum, þakklæti. Sem dæmi þá er þakklæti vera en vanþakklæti er fjarvera. Það er ljóst að allt sem við veitum athygli vex og dafnar og er áskorunin, tækifærið að vakna til vitundar, verða valfær, ábyrgur, skilgreina hvað þú vilt og hvaða tilgang það hefur, öðlast heimild til framgöngu og árangurs, lifa í viðvarandi vitund og njóta síðan ferðalagssins í stöðugu þakkæti.


Þetta er ferðalag að innsta kjarna þínum; ferðalag að viðhorfsbreytingum sem byggja á vitund, ábyrgð, tilgangi, einlægni, framgöngu, innsæi og varanlegu þakklæti í velsæld. Þetta er vegferð og vettvangur leið-andans; manneskju sem skilur vald sitt í vitund og ber fulla ábyrgð á sjálfri sér.


Viltu lifa til fulls og vera leið-andi í eigin lífi? Viltu taka fulla ábyrgð á eigin tilvist? Viltu breyta um viðhorf og skapa varanlega velsæld fyrir þig og aðra? Viltu læra að laða fram það besta í öðrum?

Lífsfærni og heilsu ráðgjafanámið felur m.a. í sér:

  • 4 helgar, þjálfun í sal með Guðna og ráðgjafanemum
  • Ítarleg kennsla í GlóMotion-lífsráðgjöf og heilsurækt
  • GlóMotion CORE-kennarahandbókin
  • Námskeiðið Máttur athyglinnar
  • Námskeiðið Vakandi með Guðna (rafrænt kennsluefni, myndbönd, fyrirlestrar, ítarefni)
  • Námskeiðið Máttur þakklætis(rafrænt kennsluefni, myndbönd, fyrirlestrar, ítarefni)
  • Námskeiðið Máttur viljans(rafrænt kennsluefni, myndbönd, fyrirlestrar, ítarefni)
  • Námskeiðið Máttur hjartans(rafrænt kennsluefni, myndbönd, fyrirlestrar, ítarefni)
  • Námskeiðið Máttur næringar(rafrænt kennsluefni, myndbönd, fyrirlestrar, ítarefni)
  • Bækurnar; Máttu viljans, Máttur athyglinnar, Máttur þakklætis og Máttur hjartans
  • Aðgangur að tímum í Rope Yoga setrinu
  • Persónuleg ráðgjöf og leiðbeining með Guðna

Fyrir áramót
Bækurnar Máttur viljans, Máttur athyglinnar, Máttur hjartans, Máttur þakklætis
GlóMotion CORE kennarahandbókin
22., 23., 24., september 2023 , kl. 09:00-16:00 – Fyrsta HELGARNÁMSKEIÐ
26. september Máttur athyglinnar, námskeið hefst
10., 11., nóvember, HELGARNÁMSKEIÐ 2
14. nóvember, Vakandi með Guðna, námskeið hefst
Einn einkatími með Guðna á skrifstofu eða á netinu eftir samkomulagi

Eftir áramót
9. janúar, 2024, Námskeiðið Máttur þakklætis
17., 18., febrúar, 2024, HELGARNÁMSKEIÐ 3
9. apríl, Máttur hjartans, námskeið hefst
13., 14., apríl, 2024, HELGARNÁMSKEIÐ 4

EFTIR ÚTSKRIFT

Þegar þú útskrifast sem GlóMotion-lífsráðgjafi ölast þú rétt til að reka þína eigin lífsráðgjafaþjónustu og færð aðgang að þeim verkfærum og þekkingu sem tryggja rekstur fyrirtækisins í velsæld.

Réttindin veita fullan aðgang að þekkingunni sem liggur að baki GlóMotion og RopeYoga, GlóMotion™  lógóinu, nafnspjaldi, auglýsingaefni og öðru sem skilgreint er í GlóMotion Wellness Life Coaching – réttindasamningnum.

Nánar um æfingar og heimspeki GlóMotion

GlóMotion er háþróað HeilRæktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt, núvitund, lífsspeki og næringarsálfræði til að efla velsæld og ánægju, hreyfifærni, sveigjanleika, kjarnastyrk og úthald. Í GlóMotion miðast allar æfingar við og útfrá kviðarholsvöðvunum, en þeir eru kjarni og miðja þinnar velsældar. Æfingarnar byggja á athygli, öndun, virkni og hreyfanleika sem hámarkar líkamsvitund og tryggir aðgengi og samvirkni ótal vöðva líkamans.

GlóMotion er 7 SKREFA umgjörð sem veitir þér stuðning á vegferð þinni til varanlegrar velsældar og sjálfskönnunnar. Þessi umgjörð eykur þína eigin heimild til velsældar, það er heimildin sem segir til um hversu mikið ljós þú vilt leyfa þér, hversu mikla velsæld þú vilt skapa þér, hversu stórar gjafir þú vilt þiggja og hversu vel þú getur notið lífsins sem viljandi skapari í vitund.

GlóMotion hvetur þig til að opinbera þig sem einstakling og hámarka afrakstur orku þinnar og gjafa. Þetta er gert í 7 SKREFUM sem opinbera hugsanagang þinn, kæki, vana og hefðir og tengja í þér nýjan skilning sem breytir viðhorfum þínum og allri þinni tilvist. Manneskja í vitund hefur vald til að velja velsæld, í vitund geturðu valið viðbragð út frá þinni sýn og gildum, í stað þess að bregðast við út frá forsendum ótta, efa, fortíðar og skorts.

Með því að iðka GlóMotion og tileinka þér heimspeki kerfisins færðu í hendurnar verkfæri til að starfa og leiða út frá einlægri visku hjartans, frekar en út frá tvílægum forsendum hugans. Markmiðið með iðkuninni er að styrkja stöðugt þær forsendur að innblástur og ástríða sem byggja á sönnum tilgangi sé undirstaða tilvistar okkar, frekar en hvati eða skortur sem byggir á sjálfsréttlætingu og vanmætti.

Kjarni málflutnings míns – og forsenda varanlegrar velsældar

Heiðarleiki er aðalefni og kjarni heitbindingarinnar.
Heiðarleiki og einlægni er límið sem heldur alheiminum saman. Að vera full-orðinn, heill, óskiptur og fullkominn.
Að samlagast þýðir að vera að fullu heill og sameinaður, heillandi og trúverðugur.
Þar til þú heitbindur þig hafa fyrirætlanir þínar ekki verið gróðursettar, nærðar og vökvaðar. Áform þín eru eins og fræ; þau þurfa frjósama mold og mikið vatn og sólskin.
Athygli þín er sólskinið, kærleikurinn; allt sem þú beinir einlægni ást og athygli að, vex og dafnar.
Opið hjarta laðar fram traust hjá öðrum einstaklingum. Berskjaldað hjarta er sál að skarta sínu fegursta og bjartasta ljósi.

Ráðgjafi í lífsfærni! Langar þig að öðlast nýja færni, full ráðgjafaréttindi í viðurkenndu vörumerki og skapa þér nýjan vettvang þar sem þú hjálpar bæði öðrum og þér? Ráðgjafanám í GlóMotion-lífsfærni veitir þér réttindi sem GlóMotion-lífsfærni ráðgjafa Þú færð í hendurnar velsældarumgjörð sem veitir þér sjálfsþekkingu, viðhorfsbreytingar og fullan aðgang að valdinu og viljanum sem alheimsorkan – til-veran – hefur lagt að fingrum þér. Ráðgjafanámið veitir réttindi til meðferðar og er árs nám.

Námskeiðið hefst 22. september, 2023

Veldu greiðslur:
Staðgreitt kr. 650.000
Raðgreiðslur kr. 700.000 (yfir 10 mánuði, 10 x 70.000)

Skoða aðrar vörur!

Takk fyrir að deila!

Scroll to Top