Umsögn, lífsráðgjafi, ráðgjafanám, Guðbjörg. rys.is

Ég fann tilganginn. Guðbjörg. Umsögn. Ráðgjafanámið.

Eitt af því sem síðasta ár færði mér, var tækifæri til að taka þátt í lífsráðgjafanámi hjá Guðna.
Þetta hefur verið mikið ferðalag með stórkostlegum hóp af fólki. Ég var á leiðinni í allt annað ferðalag þegar mér bauðst þetta tækifæri. Ég vil ekki segja að þetta hafi verið tilviljun, heldur viljaði ég þetta til mín og ég veitti mér heimild til að stíga skrefið. Þetta hefur verið í meira lagi lærdómsríkt.

Þó ég þekki málflutning Guðna vel þá hlustar maður á mismunadi hátt á sama hlutinn eftir því hvar maður er staddur í lífinu. Það er ekki alltaf sem hentar að heyra sannleikann. Ég ákvað að nýta minn tíma vel í námið og á tímabili sökkti ég mér svo í vinnuna að mér fannst ég stundum vera að missa vitið. Það er ekki alltaf einfalt að takast á við sjálfan sig en ég get sagt að í dag er ég ekki lengur hrædd við sjálfa mig og þori að taka slaginn og bera ábyrgð. Það er nefnilega ekkert að óttast. Ég hef betri skilning og sýn á það þegar ég missi tökin og yfirgef mig og er fljótari til baka.

Ég skil betur að ég ber ábyrgð á mér og aðstæðunum sem ég er í. Ég er þar sem ég er af því ég fór þangað sjálf en ekki af því einhver annar setti mig þar. Ég hef fengið traust á sjálfri mér og lært að fyrirgefa mér og vera einlæg, en það hefur oft reynst mér erfitt. Ég hef fengið skilning á því að allt er ást og kærleikur og að ég get stýrt mínu ljósi. Ég þarf ekki lengur að skýla mér bak við skjöldinn, þó ég eigi hann ennþá til í handraðanum.

Ég hef lært að sleppa tökunum á sögunni og hugsunum sem hafa ekkert vægi og engan tilgang. Ég hef lært að elska mig eins og ég er og skamma mig mikið minna en ég gerði og næ mér fyrr til baka. Ég hef fundið tiganginn minn sem er að vera, VERA. Mín heitbinding fólst í því að hafa kjark og veita mér heimildina til að gefa mér þá gjöf að fara inní þetta ferðalag í einlægni.

Í gegnum þessa mánuði hef ég fundið ró og upplifað oftar en áður á lífsleiðinni tært þakklæti, svo tæra tilfinningu að ég hef oft komist við.

Ég hef þekkt Guðna síðan 2008 og átt í allskonar sambandi við hann og hans málflutning. Það hefur ekki alltaf hentað mér að taka ábyrgð á sjálfri mér og mínu lífi og þá hef ég hrokkið í viðnám og skortdýrið rekið upp óhljóð og sagt mér að þetta sé nú allt saman meira bullið. En það er nú einu sinni þannig að þegar maður er komin af stað þá fer maður aldrei alla leið til baka aftur.

Ég trúi því og treysti að þetta hafi fært mér mig nær mér sem betri manneskju.

Takk fyrir mig, þig og ykkur.

Guðbjörg

Scroll to Top