Rope Yoga Setrið, námskeið fyrir alla. rys.is

ROPE YOGA SETRIÐ

Umgjörð um frið og heilsurækt. Uppgötvaðu kraftaverkið þitt!

Rope Yoga
GlóMotion
Yoga Nidra
NETNÁMSKEIÐ
GlóMotion Lífsfærni og ráðgjafanám

GLÓMOTION AKADEMÍAN

Lífsfærniskóli með Guðna.
GlóMotion lífsfærni ráðgjafanám.
GlóMotion CORE, Kennararéttindi.

Kennararéttindi, ráðgjafanám, leiðbeinandanám. Komdu í Skóla með Guðna. rys.is

NETNÁMSKEIÐ

Þegar þér hentar að heiman

Máttur hjartans
Máttur viljans
Máttur athyglinnar
Máttur þakklætis
Vakandi-Núvitund

ÞJÓNUSTA

Öflug og markviss þjónusta
Fyrirtækjaþjónusta
Einstaklingsþjónusta
Fyrirlestrar

Þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga og vinsælir fyrirlestrar. rys.is
Mannrækt, hugarrækt, líkamsrækt, sjálfsrækt. Skoðaðu úrvalið í vefverslun Rope Yoga Setursins. rys.is

VERSLUN

Mannrækt er markmið útgáfunnar

Máttur hjartans
Máttur viljans
Máttur athyglinnar
Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
1 dagur síðan
Rope Yoga setrið

Þú ert skapari

Þú ert skapari og lífið streymir um þig. Þú ert fær um að leyfa fólki, hlutum og aðstæðum að vera eins og það er á þessari stundu, því þú veist að allt laðar að sér og skapar á sinn hátt. Samkvæmt lögmálum alheimsins er allt sem er gert eða hugsað í fullkomnum samhljómi og þú átt núna heima í varanlegu algleymi – upplýstur; logandi.

Er þetta yfirdrifið? Finnst þér þetta of mikið? Of væmið? Of nýaldarlegt? Of ... eitt- hvað?
Af hverju?

Geturðu sagt við hjarta þitt að heiðlóan sé falleg vera og að líf hennar sé einstakt, jafnvel heilagt?

Geturðu fundið brosið fæðast framan í þér og heitan straum í brjóstinu þegar þú fylgist með litlum kettlingi fóta sig í fyrsta skipti?

Geturðu horft á nýfætt barn þitt og fundið í hjartanu að þessi manneskja er fullkomin og skínandi birtingarmynd lífsins?

Við getum það öll.

En viltu það? Hefurðu heimild til þess? Prófaðu að segja upphátt að þú sért heilög vera, ljómandi birtingarmynd alls þess sem er best og fallegast í þessum heimi.

Er það erfiðara? Af hverju? Ég skil vel af hverju þú hikar. Ég þekki á eigin skinni hversu erfitt getur verið að fara framhjá fortölum hugans og inn í samhljóm með hjartanu, þar sem ljósið býr.

Er þetta óframkvæmanlegt? Geturðu opnað fyrir möguleikann? Geturðu játast þeim möguleika að þú getir strokið þér um vangann og sagt:

Ég vil mig, ég elska mig. Ég er fullkominn.“

Mynd: Petur Sigurdsson
... Sjá meiraSjá minna

Þú ert skapari 

Þú ert skapari og lífið streymir um þig. Þú ert fær um að leyfa fólki, hlutum og aðstæðum að vera eins og það er á þessari stundu, því þú veist að allt laðar að sér og skapar á sinn hátt. Samkvæmt lögmálum alheimsins er allt sem er gert eða hugsað í fullkomnum samhljómi og þú átt núna heima í varanlegu algleymi – upplýstur; logandi. 

Er þetta yfirdrifið? Finnst þér þetta of mikið? Of væmið? Of nýaldarlegt? Of ... eitt- hvað? 
Af hverju? 

Geturðu sagt við hjarta þitt að heiðlóan sé falleg vera og að líf hennar sé einstakt, jafnvel heilagt? 

Geturðu fundið brosið fæðast framan í þér og heitan straum í brjóstinu þegar þú fylgist með litlum kettlingi fóta sig í fyrsta skipti? 

Geturðu horft á nýfætt barn þitt og fundið í hjartanu að þessi manneskja er fullkomin og skínandi birtingarmynd lífsins? 

Við getum það öll.

En viltu það? Hefurðu heimild til þess? Prófaðu að segja upphátt að þú sért heilög vera, ljómandi birtingarmynd alls þess sem er best og fallegast í þessum heimi.

Er það erfiðara? Af hverju? Ég skil vel af hverju þú hikar. Ég þekki á eigin skinni hversu erfitt getur verið að fara framhjá fortölum hugans og inn í samhljóm með hjartanu, þar sem ljósið býr.

Er þetta óframkvæmanlegt? Geturðu opnað fyrir möguleikann? Geturðu játast þeim möguleika að þú getir strokið þér um vangann og sagt: 

Ég vil mig, ég elska mig. Ég er fullkominn.“ 

Mynd: Petur Sigurdsson

Skrifa athugasemd

Fallegt 😊

♥🥰

2 dagar síðan
Rope Yoga setrið

Hvað hefur fæðst úr myrkri?

Ljósið og kærleikurinn mynda uppsprettu lífsins á þessari jörð. Þetta er ekki flókið að sanna:
Sjáðu fyrir þér tvo klefa. Annar er upplýstur, hinn er myrkur. Sjáðu fyrir þér dyr á milli klefanna. Þegar þú opnar dyrnar mun ljósið flæða inn í dimma klefann og lýsa hann upp. Myrkrið flæðir ekki – það víkur fyrir ljósinu.

Myrkrið flæðir ekki – það getur aðeins vikið. Myrkrið skapar ekki – það getur aðeins breitt yfir.

Um leið og þú ákveður að þú verðskuldir ljósið – um leið og þú opnar dyrnar og leyfir ljósinu að lýsa upp líf þitt – þá geturðu lifað til fulls.

Myrkrið er einfaldlega ekki til – myrkur er ekkert annað en skortur á ljósi.

Þú ert upplýst vera og hefur alltaf verið það. Þú værir ekki lifandi vera heldur dauð ef ekki væri í þér ljós, orka; lífsafl sem heldur saman þessari undarlegu mold sem er holdið sem líkami þinn er. Sjálf þitt kann að hafa aðskilið sig frá uppsprettunni og ljósinu hreina, en ferðinni hefur alltaf verið heitið aftur að uppsprettunni, aftur í ljósið, aftur í ljósið sem ert þú.

Þú ert andi – þú ert allt sem býr í holdinu á meðan þú andar; á meðan lífið andar í þig innblæstri og ástríðu sem knýr þig áfram. Um leið og þú gefur upp öndina ertu andlaus. Ertu andlaus? Ertu búinn að gefa upp öndina?

Lífshlaup þitt fram að þessum tímapunkti hefur átt sér það markmið að leiða þig aftur að uppsprettunni – aftur að þínum frjálsa vilja og óendanlegu ljósi og krafti.

Um leið og þú manst og finnur á eigin skinni að þú ert heilagt ljós muntu skína og leiftra yfir allt og alla. Þú snýrð aftur til kjarnans sem logar skært í hverri frumu líkamans og þú þorir að láta ljós þitt skína. Þú ert skapari og getur veitt og móttekið í fullri heimild, af öllum hjartans fúsleika.

Mynd: Petur Sigurdsson
... Sjá meiraSjá minna

Hvað hefur fæðst úr myrkri?
 
Ljósið og kærleikurinn mynda uppsprettu lífsins á þessari jörð. Þetta er ekki flókið að sanna: 
Sjáðu fyrir þér tvo klefa. Annar er upplýstur, hinn er myrkur. Sjáðu fyrir þér dyr á milli klefanna. Þegar þú opnar dyrnar mun ljósið flæða inn í dimma klefann og lýsa hann upp. Myrkrið flæðir ekki – það víkur fyrir ljósinu. 

Myrkrið flæðir ekki – það getur aðeins vikið. Myrkrið skapar ekki – það getur aðeins breitt yfir. 

Um leið og þú ákveður að þú verðskuldir ljósið – um leið og þú opnar dyrnar og leyfir ljósinu að lýsa upp líf þitt – þá geturðu lifað til fulls. 

Myrkrið er einfaldlega ekki til – myrkur er ekkert annað en skortur á ljósi. 

Þú ert upplýst vera og hefur alltaf verið það. Þú værir ekki lifandi vera heldur dauð ef ekki væri í þér ljós, orka; lífsafl sem heldur saman þessari undarlegu mold sem er holdið sem líkami þinn er. Sjálf þitt kann að hafa aðskilið sig frá uppsprettunni og ljósinu hreina, en ferðinni hefur alltaf verið heitið aftur að uppsprettunni, aftur í ljósið, aftur í ljósið sem ert þú.
 
Þú ert andi – þú ert allt sem býr í holdinu á meðan þú andar; á meðan lífið andar í þig innblæstri og ástríðu sem knýr þig áfram. Um leið og þú gefur upp öndina ertu andlaus. Ertu andlaus? Ertu búinn að gefa upp öndina? 

Lífshlaup þitt fram að þessum tímapunkti hefur átt sér það markmið að leiða þig aftur að uppsprettunni – aftur að þínum frjálsa vilja og óendanlegu ljósi og krafti. 

Um leið og þú manst og finnur á eigin skinni að þú ert heilagt ljós muntu skína og leiftra yfir allt og alla. Þú snýrð aftur til kjarnans sem logar skært í hverri frumu líkamans og þú þorir að láta ljós þitt skína. Þú ert skapari og getur veitt og móttekið í fullri heimild, af öllum hjartans fúsleika. 

Mynd: Petur Sigurdsson

Skrifa athugasemd

Takk fyrir þessa fallegu hugleiðslu Guðni. Gott að minna sig á ljósið sem býr í okkur, kærleikann, lífsaflið, kraftinn og gleðina 🙏

Lifi ljósð ❤

💚♥

Sjá meira
Scroll to Top