Máttur öndunnar, vitundar þjálfun með Guðna hefst 14. mars, kl. 06:30.
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga.
Verð 2 í viku 24.900
AF HVERJU ÖNDUM VIÐ HRATT OG GRUNNT?
1. Nútíma lífsstíll er oft streituvaldur og þess vegna öndum við hraðar og grynnra. Við erum alltaf að flýta okkur.
2. Tækni og sjálfvirkni minnkar þörfina fyrir hreyfingu. Ómeðvitað tökum við inn nægilegt loft til að viðhalda þeim lífsstíl sem við höfum vanið okkur á. Grunn öndun verður vanabundin og ef við gerum ekki eitthvað getur sú hegðun orsakað skerta getu og hæfni. Góðu fréttirnar eru þær að við getum snúið þessu við.
3. Við vinnum meira innandyra sem takmarkar gæði súrefnisins sem við innbyrðum.
Vilt þú vera orkumeiri, kraftmeiri og ástríðufyllri en um leið rólegri, öruggari og valfær manneskja? Þá er námskeiðið Máttur Öndunnar fyrir þig
Á námskeiðinu þjálfum við skilvirka öndun sem er örvandi, styrkjandi, róandi, slakandi og nærandi ásamt því að nota teygjur, flæðisæfingar og slökun og vitundarþjálfun til að öðlast innri styrk, einbeitingu og djúpa hvíld.
Við lærum að þjálfa vitundina með hreyfingum, teygjum, flæðisæfingum og öndunnartækni sem örvar krafta okkar, róar hugann, örvar meltinguna og virkjar sogæðakerfið.
Umfang öndunar er umfang lífsins. Þess vegna lærum við að virkja getu okkar til að vinna úr súrefninu og efla úrefnishæfni líkamans.
GLÓMOTION ÖNDUN
Skapandi öndunaraðferðir í daglegu lífi hámarka lífsgæði. Æfingar eru hannaðar til að hámarka súrefnisupptöku og öðlast sanna velsæld.
• Ödunarvald fyrir alla, og “sérstaklega” fyrir þig!
• Tveir eða þrír klukkutímar á viku í 4 vikur
• Hámark 16 í hóp
• Unnið með líkamsþyngd og vöðva til að hámarka árangur
GLÓMOTION FLÆÐI
Flæðisæfingar efla hreyfivitund og losa um spennu í bakvöðvum, hálsi og herðum. Markmiðið er að efla líkamsvirkni og kyrra hugann/líkamann viljandi. Þetta er það sem við köllum hreyfivitund.
GLÓMOTION “SLEPPUR”
Svokallaðar “sleppur” í GlóMotion er oft kallað teygjur í jóga og líkamsrækt. Að teygja er ætlað að lengja í vöðva. Þegar teygjuni lýkur fer vöðvinn í upphaflega stöðu en með “sleppum” kemur varanleg losun og mýkt ásamt vitund öndunar. Markmiðið er losun, slökun og andrým
Skoða aðrar vörur!
-
Kundalini með Björk.
20,000kr. -
Yoga fyrir alla.
20,000kr. -
Yin Yoga – djúpt, nærandi og átakalaust
20,000kr.