Máttur Öndunar með Guðna – Teygjur, slökun og vitundarþjálfun

Lærðu að losa um streituna og nýta mátt öndunar, þjálfun með Guðna hefst 31. október.

Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 06:30
Verð 2 í viku í fjórar vikur 24.900.

24,900kr.

VILTU BLÁSA Í GLÆÐUR LÍFS ÞÍNS? VILTU GETA ANDAÐ ÞIG NIÐUR Í KALDA POTTINN?

Vilt þú vera orkumeiri, kraftmeiri og ástríðufyllri en um leið rólegri, öruggari og valfær manneskja?

Þá er námskeiðið Máttur öndunnar fyrir þig!

Á námskeiðinu lærum við og þjálfum markvissa og skilvirka öndun sem er bæði örvandi og styrkjandi en einnig róandi, slakandi og nærandi.

Við lærum einnig og þjálfum:
  • Vitund við hreyfingu og athafnir
  • Líkamsvitund, öndun, teygjur og flæðisæfingar.
  • Öndunnartækni til að örva krafta okkar, róa hugann og örva melting, ásamt því að virkja sogæðakerfið.

Umfang öndunar er umfang lífsins. Súrefni er forsenda ástríðu og án markvissrar öndunar er eldurinn aumur og veikur.

Það er ekki hægt að anda vitlaust, aðeins nægilega mikið eða lítið til að stjórna þeim heimildum sem við höfum veitt okkur og opinbera þær. Manneskja sem er fátæk vandar sig við að anda aðeins nægilega mikið til að eldurinn deyi ekki alveg út. Manneskja sem er auðug andar ríkulega inn í rými velsældar og ástríðu; hún logar því glatt og er björt. Í vitund er andardrátturinn notaður til að örva starfsemi líkamans eða róa hann eftir þörfum.

Þegar við blöndum teygjum/sleppum við öndunnaræfingar þá margfaldast ávinningur og árangur æfinganna.

SLEPPUR— hugleiðsla, slökun og losun í GlóMotion köllum við það „sleppur“ sem í jóga og líkamsrækt er kallað teygjur. Að teygja þýðir í flestum tilfellum að lengja í vöðva í tiltekinn tíma og þegar athöfnin endar fer vöðvinn í upphaflega birtingu. Með GlóMotion-sleppum er ásetningurinn að hvetja varanlega losun og mýkt með því að vera í vitund öndunar, opinbera forsendur viðnámsins og breyta síðan viðhorfi til viðnámsins. Þannig fæst varanleg lausn, losun, slökun og rými.

4 vikur tvisvar í viku. Kr. 24.900


Lærðu að losa um streituna og nýta mátt öndunar, þjálfun með Guðna hefst 31. október.

Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 06:30
Verð 2 í viku í fjórar vikur 24.900.

Skoða aðrar vörur!

Takk fyrir að deila!

Scroll to Top