Vakandi. Hugleiðslunámskeið í núvitund og djúpslökun.

6,900kr.18,900kr.

Við segjum streitu, skammdegisdróma og spennu stríð á hendur. Þér býðst netnám í fjórar vikur – námskeið í hugleiðslu og öndun sem færir þér slökun, frið og áræðni. Komdu með okkur í þetta ferðalag og breyttu lífi þínu til frambúðar.

Breyttu þínu lífi á aðeins fjórum vikum!

Núvitundarnámskeið með Guðna Gunnarssyni er einstakt andlegt ferðalag.

Netnámskeið VakAndi hefst 14. nóvember, 2023 og það er til þess gert að breyta lífi þínu til frambúðar. Þú lærir að tileinka þér öndunartækni sem róar hugann, örvar ástríður og eykur árvekni. Upplifun okkar er okkar raunveruleiki og við getum lært að auka þá upplifun og gera að varanlegum lífsstíl. Þú lærir að upplifa dýpri hvíld en í venjulegum svefni. Þú öðlast andrými og hugarró og lærir að nýta verkfæri sem munu nýtast þér áfram í daglegu lífi – og það einungis á fjórum vikum.

Námskeiðið samanstendur af streymi á netinu, leiddum upptökum og hugleiðingum. Þá eru þátttakendum aðgengileg ýmis stuðningsgögn og þátttaka í lokuðum FB hóp. Leiðbeinandi er Guðni Gunnarsson.

Eftir hverju ertu að bíða?  Skráðu þig NÚNA og byrjum ferðalagið saman.

Umsögn

"Ég mæli eindregið með þessu námskeiði sem bæði kenndi og hjálpaði mér hvernig ég gæti fundið fyrir betra jafnvægi og frið í sálarlífinu, og að átta mig á mikilvægi þess að vera í vitund. Að finna fyrir frelsinu sem þessu fylgir, það er frábær upplifun.

Með innilegu þakklæti, kær kveðja og takk fyrir mig,"
Alda Gunnarsdóttir.

Skoða aðrar vörur!

Takk fyrir að deila!

Scroll to Top