Ingibjörg R. Þengilsdóttir, lífsráðgjafanám, umsögn. rys.is

Núið er kraftaverk. Ingibjörg R. Þengilsdóttir. Umsögn. Lífsfærniskólinn.

Góðan daginn kæru hjón!
Eins og þið hafið. sjálfsagt tekið eftir, að þá hef ég soldið dregið mig í hlé. Verið minna sýnileg.
En það er góð ástæða fyrir því!
Og hún er að ég þarf alltaf að taka tíma í að melta það sem ég hef verið að læra.
Það er það sem ég hef verið að gera síðast liðnar ca 4-5 vikur!
Og árangurinn af vetrinum er alltaf að skýrast betur og betur!
Ég vaknaði S.l., þriðjudagsmorgunn alveg einsog og aðra morgna en samt fann ég að eitthvað var öðruvísi, þegar ég stóð í sturtunni og tengdist líkama mínum og móður jörð að þá fann ég að líkaminn var tilbúinn í breytingar. Það var komið nóg af ofbeldi og misnotkun.

Svo fór ég fram í eldhús og ákvað að taka einn dag í einu í breytingar á mataræðinu
Og hef gert það í heila viku núna!
Ég var á blóðflokkafæðinu í mörg ár og kann það alveg utanbókar, svo ég ákvað að fylgja því og líka leggja áherslu á hreinan mat.
Þetta hefur gengið mjög vel og eiginlega bara rosalega vel.
Ég hef verið mjúk og góð við mig!
Og að vera í núinu er auðvitað algjört kraftaverk.
Svo að í hvert skipti sem ég fer af stað í að hugsa fram í tímann og að ég þurfi að skipuleggja þetta og hitt að þá dreg ég mig gætilega til baka í daginn í dag og segi “manstu þetta er svo auðvelt af því að það er bara þessi fallegi dagur”.
Auðvitað er líðanin í líkamanum orðin töluvert breytt til hins betra og öll orka er alveg allt öðruvísi.
Það er líka að breytast meira!
Í fyrrakvöld að þá allt í einu hafði ég enga þörf fyrir að taka melantoninið (hef tekið það á hverju kvöldi í ca 20 ár). Svo ég bara sleppti því, engin pæling, enginn kvíði bara sleppa! Og eina sem ég hef tekið inn þessa viku er smá CBD olía! Og hún eiginlega bara er að hverfa líka.
Ég er frábærlega glöð í hjarta mínu og finn hve vel þetta á við mig! Og það ótrúlega er að ég hef enga þörf að tala mikið um þetta, ég er að þessu fyrir mig og engan annann og það er svo gott.
Það er varla hægt að lýsa gleðinni, kærleikanum, styrknum sem ég upplifi 🙂

Þakklæti til ykkar fyrir að styðja mig á ferðalaginu mínu á þessari jörð!

Kær kveðja

Ingibjörg R Þengilsdóttir

Scroll to Top