Laufey, umsögn um Lífsráðgjafanám. rys.is

Laufey Þorsteinsdóttir. Umsögn. Lífsráðgjafanám

Þegar ég skráði mig í Lífsrágjafanámið hjá Guðna og Gullu í GlóMotion þá var ég týnd, vildi mig ekki til fulls og var í viðnámi gagnvart minni eigin tilvist. Það sagði svo sem enginn að lífið væri auðvelt 😉 En hvernig maður tekst á við það með því að elska sig sjálfan er annað mál.

Að fara í Lífsrágjafanámið var gjöf sem ég gaf sjálfri mér. Ég hef sett mig í fyrsta sæti, hef gefið sjálfri mér rými til þess að vera ég, vera í athygli, vera ást. Það er svo dásamlegt að fylla hjarta sitt af ást og þar með vera sterkari í samskiptum við aðra, vera með stjórnina þegar gömlu forritin taka yfir. Að róa hugann og heilann og auka rými sitt, og fylla hjartað af gleði.

Guðni talar tungumál sem er svo hárrétt og þú skilur þegar þú gefur þér rými til þess að vera þú sjálf án viðnáms, ótta og gamalla forrita. Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar er svo mögnuð setning og segir allt sem segja þarf.

Hjartans þakkir Guðni og Gulla fyrir ykkar visku, fróðleik, kærleik og vináttu.

Laufey Þorsteinsdóttir

Scroll to Top