Margrét Leifsdóttir, umsögn, lífsráðgjafanám. rys.is

Tilgangur minn er að VILJA MIG. Margrét Leifsdóttir. Umsögn. Lífsráðgjafanám.

Til þess að geta nýtt styrkleika sína til fulls þá þarf maður að kynnast sjálfum sér. Lífsfærniskólinn er MJÖG ÁRANGURSRÍK leið til þess. Ég uppgötvaði tilganginn minn í náminu. Tilgangurinn minn er að vilja mig og hjálpa öðrum við að vilja sig. Verkfærin sem Guðni réttir okkur eru einföld og gífurlega öflug.

Það eru algjör forréttindi að fá að kynnast Guðna og hans hugmyndafræði. Með því að fara í lífsráðgjafanámið sem er fyrst og fremst sjálfsvinna þá er maður settur á hraðferð í andlegum þroska. Maður öðlast frelsi til að vera maður sjálfur og þörfin að þurfa að réttlæta sig og sína tilvist minnkar. Þetta er frábær leið til aukinnar sjálfsþekkingar sem er mikilvægasta þekkingin af allri þekkingu. Guðni og Guðlaug eru líka svo opin og heiðarleg í öllum samskiptum að það er aðdáunarvert. Enginn þykjustuleikur í gangi og þau eru augljóslega samkvæm sjálfum sér.
Ef þú ert tilbúin til að horfast í augu við sjálfa/n þig og lifa lífinu lifandi þá get ég heilshugar mælt með þessu námi.

Margrét Leifsdóttir

Scroll to Top