Umsagnir, líffærniskólinn. rys.is

Ása Inga. Umsögn. Lífsráðgjafanám

Ég kynntist Guðna og hugmyndafræði hans fyrst vorið 2018. Það var eitthvað við málflutning hans sem heillaði mig en á sama tíma ögraði mér!

Þessi ögrun kallaði fram forvitnina í mér og ég ákvað að kafa dýpra, kynnast Guðna, málflutningi hans og hugmyndafræði Glómotion betur.

Ég kem úr heimi íþróttanna þar sem ég hafði tamið mér öflugan sjálfsaga. Gallinn var sá að þessi agi var keyrður áfram af hörku, sjálfsgagnrýni og oft á tíðum óraunhæfum kröfum í minn garð.

Í dag er ég drifin áfram af sjálfsaga en sú breyting hefur orðið á að uppspretta hans er nú virðing, ábyrgð og væntumþykja í eigin garð.
Í stað þess að vera blind af einbeitingu á markmið hvers tíma, sama hver mögulegur fórnarkostnaður minn var, þá nýt ég í dag ferðalagsins í átt að markmiðinu. Ferðalagið er fyrir vikið litríkara og skemmtilegra þar sem ég er í tengingu við sjálfa mig og virði þau skilaboð sem líkaminn minn er að senda mér hverju sinni.

Stærsti lærdómurinn var samt sem áður að læra að ég er ávallt ábyrg fyrir vegferðinni, aðstæðum sem ég er í og hef skapað mér, ásamt viðhorfi mínu og viðbragði til þeirra aðstæðna.

Þessi magnaða tilfinning að vera í ábyrgð getur verið yfirþyrmandi og valdeflandi á sama tíma og hefur tekið mig tíma að læra að lifa eftir en því var Lífsráðgjafanámið mér svo dýrmætt, því í gegnum það hef ég æft mig að lifa í ábyrgð, valfær og frjáls til að stýra mínu lífi, aðstæðum og viðhorfi.

Þetta er einstök gjöf að þiggja og er það trú mín að með lífsfærnináminu sé ég betri ég í starfi og leik og treysti á að mér gefist tækifæri á að kynna hugmyndafræði og málflutningi Glómotion fyrir öðrum í framhaldinu.

Ása Inga Þorsteinsdóttir

Scroll to Top