Þórdís, umsögn um námskeiðið Máttur Viljans. rys.is

Þórdís Björk. Umsögn. Máttur viljans.

Guðni, segi ég stundum þegar við hittumst er þetta ekki bara allt þér að kenna? Á einfaldan hátt minnir hann mig á að taka ábyrgð með þessari einföldu setningunu. Jú, Þórdís mín þetta er allt mér að þakka.

Mér er lag á að flækja lífið mitt, missa trúnna á að allt verði í lagi og vera algerlega í “ruglinu”. Þegar það gerist hjá mér í dag, tek ég því fagnandi og þakka mér fyrir þessa skemmtilegu reynslu að fá að hafa allt í klessu.

Með því að tileinka mér aðferðir Guðna við að taka ábyrgð verður lífið einfaldlega bara áreynslulausn, alla vega á köflum. Ég er stundum spurð, ert þú ekki búin að fara nokkrum sinnum á námskeið, ætlar þú aftur. Svarið er já alltaf, ég fer aftur og aftur í endurmenntun til að halda mér í vitund og minna mig á.

Ég hvet alla sem vilja njóta farsældar á öllum sviðum lífsins að kíkja á námskeið og lesa bækurnar hans, aftur og aftur og einu sinni enn.

Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir

Scroll to Top