Umsagnir, líffærniskólinn. rys.is

Sóley Ragnars. Umsögn. Líffærniskólinn

Eftirfarandi er það sem stendur uppúr eftir veturinn:

Í gegnum tíðina hef ég oftar en ekki skilgreint lífið og tilveruna utan frá. Því hef ég metið hamingju, velgengni, tilgang o.fl. út frá hvað ég geri og hvernig mér gengur. Sjálfstraust, sjálfsmat, sjálfsálit og sjálsvirðing í beinum tengslum við e-ð utanað komandi t.d. einkunnir eða starf, hrós eða athugasemdir. Ég hunsaði gjarnan velgengni og dvaldi við það sem miður fór.

Það er þó nokkuð síðan að ég áttaði mig á þessu og hef farið ýmsar leiðir til byggja upp heilbrigðara samband við sjálfa mig.

Núna þegar ég skoða farin veg í Lífsfærniskólanum í veturinn sé ég að það hafa orðið straumhvörf í minni tilvist. Ég lærði að virkja mína innri verðmætasköpun ef svo má að orði komast. Fyrir vikið veld ég minni hamingju ekki einhvað eða einhver annar.

Takk fyrir mig Guðni og Guðlaug – ég hlakka til að fá að halda áfram hjá ykkur. Bestu kveðjur

Sóley Ragnars

Scroll to Top