Umsagnir, líffærniskólinn. rys.is

Jónína Ohayon. Umsögn. Líffærniskólinn

Síðastliðið haust var ég svo blessuð að byrja nytsamlegasta skólaárið mitt til þessa. Ég á ekki til nógu sterk orð til að mæla með Lífsfærnisskóla Guðna og Guðlaugar, -Þessi vetur var lærdómsríkt og kærleiksríkt ferðalag sem búið er að opna leiðina til ljós og þroska svo ekki verður aftur snúið.

Lífsfærnisskólinn er nám sem er mannbætandi, hvort sem það er fyrir samband okkar við okkur sjálf eða fyrir öll okkar sambönd við okkar nánustu sem og alla aðra. Þetta nám er ómetanlegt tækifæri til þroska og heilunar og ég mæli heilhuga og heilhjarta með því fyrir alla bæði unga sem aldna svo einlægt að helst mundi ég mæla með því að Lífsfærnisskóli Guðna og Guðlaugar yrði hluti af grunsskólanámi allra ungra Íslendinga.

Lífsfærnisskólinn hjálpar okkur að tengjast tíðni ljóssins, vitundar, athyggli og þakklætis.

Það sem stendur uppúr eftir þennan vetur er óendanlegt þakklæti fyrir samferðina, leiðsögnina og stuðninginn. Guðni og Guðlaug láta engan ósnortinn og við, þessi frábæri hópur nemanda og sálufélaga, erum nú útbúin nýjum ´verkfærum´ til að fara með út í lífið og láta ljós okkar þar skína sjálfum okkur og öðrum í hag – þvílík blessun!

Scroll to Top