Guðni Gunnarsson, ropeyogasetrið, rys.is

Máttur Viljans. NETNÁM

Verði þinn vilji. Valdið er alltaf þitt. Við erum stundum ekki alveg með það á hreinu. Lærðu að valið er líka alltaf þitt. Lærðu að viljinn er alltaf þinn. Tveggja vikna námskeið þar sem við opnum kistu stútfulla af verkfærum viljans sem veita þér stjórn á lífinu og áhöld til að valda því. Það er gaman!

Máttur viljans – verði þinn vilji. Tveggja vikna netnámskeið hefst 3. maí, 2022

Það eina sem við gerum í lífinu er að vilja eða vilja ekki – óvilja.

Allt er orka og hreyfing og þú getur lifað lífinu viljandi, valfær eða óviljandi, óvalfær. En hvorn kostinn sem þú velur þá er ábyrgðin alltaf þín, því það að velja ekki er að velja óviljandi að vera fórnarlamb: Að ákveða að akveða ekki er ákvörðun, val.

  • Valdið er alltaf þitt.
  • Valið er alltaf þitt.
  • Viljinn er alltaf þinn.
  • Valfær eða óvalfær?

Vilji er vald. Við tengjum orðið vald gjarnan við ofbeldi og kúgun þeirra sterkari gagnvart þeim veikari – valdbeiting, yfirvald, ægivald. Þetta er notkun á orðinu sem er algerlega góð og gild, en í þessu námskeiði hefur orðið vald aðra merkingu og kærleiksríkari:

Vald er að valda eigin lífi; vald er val um hvað þú gerir í lífinu og hvernig þú velur að valda því.

 

Það sem þú lærir:

  • Fyrirgefningin er endurfæðing andans, upprisa.
  • Að fyrirgefa sér er forsenda þess að vilja sig umbúðalaust.
  • Að valda lífi þínu og vegferð viljandi.
  • Að ákveða af áræðni hvernig þú veitir þínu ljósi.
  • Að láta af eftirsjá og iðrun.
  • Að vera framgangandi vera ö ekki afturganga, draugur.
  • Að valdið er þitt og þú ræður hvernig þú veiti því.

Námsefnið er allt á netinu og aðgengilegt þegar þér hentar.

Að auki er boðið upp á beina útsendingu á lokaðri facebooksíðu þar sem Guðni fer yfir efnið og svarar spurningum frá þátttakendum einu sinni í viku kl. 19:30 á þriðjudögum. Þeir sem ekki eiga kost á að mæta, geta horft á upptökuna síðar eftir eigin hentugleika.

Hugvekja, hugleiðsla og öndunaræfingar eru á Facebook síðu Rope Yoga setursins alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 06:50 til 07:20 og sunnudaga frá kl. 09:00 til 09:20. Hugleiðslurnar eru öllum að kostnaðarlausu.

Ábyrgð – fyrirgefning

Okkur er afar tamt að beintengja orðið ábyrgð við sekt – að eitthvað sé okkur sjálfum að kenna. Á námskeiðum mínum hvet ég þátttakendur til að taka ábyrgð á eigin tilvist (ekki axla ábyrgð og hvað þá að bera ábyrgð) því það er eini lykillinn að frelsi og velsæld – án víðtækrar sjálfsábyrgðar verður engin valfærni: varanleg velsæld.

Að taka ábyrgð á eigin lífi felur ekki í sér sekt – að taka ábyrgð er að umfaðma allt sem er, án afstöðu, viðhorfs, sakfellingar eða dóma; að skilja að það er aðeins ein tilfinning og að sú tilfinning er ást. Og þar sem ástin er verður enginn sakfelldur. Að taka ábyrgð þýðir að þú fyrirgefur þér afdráttarlaust og elskar þig af öllu hjarta.

“Ef þú hafnar sjálfum þér ertu að afneita tilverunni eins og hún leggur sig. Þessu má breyta. Í skrefi eitt vaknar þú til vitundar og í því næsta lærum við að fyrirgefa okkur ofbeldi sem þú ert að veita þér og þínum vegna ósættis við sjálfan sig. Með þjálfaða þekkingu fyrirgefur fólk sjálfu sér – getur notið augnabliksins og velur athygli í stað viðnáms. Með því verður framganga fólks líka öll miklu eðlilegri en ella; orðfæri, framganga og klæðaburður – hin opinbera sjálfsmynd okkar – og leiðin er greið.”

Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar

Hvað vilt þú? Hver er þinn vilji? Hvert er þitt val? Hvert er þitt vald?

Verði þinn vilji!

Alltaf verður þinn vilji, sama hversu veikur hann er eða hvaða tíðni þar ríkir. Ef þú lætur þig reka í gegnum lífið þá tekur við sú innbyggða sjálfstýring sem er hluti af okkur öllum – þá taka sjálfkrafa við stjórninni gömlu forritin sem við lærðum í æsku og byggjast oft á óskynsamlegum skilyrðingum og ályktunum. Forritin búa í magnaðri vél sem heitir heili, en heilinn vill helst af öllu vera mjög upptekinn og halda spennustiginu háu. Í huganum býr líka skortdýrið sem vill síst af öllu hlusta á hjartað og hvað það hefur til málanna að leggja.

Þú velur eða skortdýrið velur.

Allt er með vilja gert. Ekkert er háð viljaleysi eða tilviljunum – enda þýðir orðið tilviljun einfaldlega „að vilja til sín“. Allt er með þínum vilja gert og aðeins tvær leiðir eru færar að þeim vilja – í vitund eða ekki. Þegar þú velur hvernig næringu þú innbyrðir á hverjum degi stjórnar þú hvernig þér líður, en þegar þú velur ekki næringu í vitund þá stjórnast valið af því hvernig þér líður.

VERÐSKRÁ
Námskeið kr. 14.900

NÁMSKEIÐ HEFST
3. maí, 2022 og er 2 vikur

Umsögn

Guðni,  segi ég stundum þegar við hittumst er þetta ekki bara allt þér að kenna? Á einfaldan hátt minnir hann mig á að taka ábyrgð með þessari einföldu setningunu. Jú, Þórdís mín þetta er allt mér að þakka. Mér er lag á að flækja lífið mitt, missa trúnna á að allt verði í lagi og vera algerlega  í “ruglinu”.  Þegar það gerist hjá mér í dag, tek ég því fagnandi og þakka mér fyrir þessa skemmtilegu reynslu að fá að hafa allt í klessu.  Með því að tileinka mér aðferðir Guðna við að taka ábyrgð verður lífið einfaldlega bara áreynslulausn, alla vega á köflum.  Ég er stundum spurð, ert þú ekki búin að fara nokkrum sinnum á námskeið, ætlar þú aftur. Svarið er já alltaf, ég fer aftur og aftur í endurmenntun til að halda mér í vitund og minna mig á. Ég hvet alla sem vilja njóta farsældar á öllum sviðum lífsins að kíkja á námskeið og lesa bækurnar hans, aftur og aftur og einu sinni enn.
Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, umsögn um nám hjá Guðna. rys.is
Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir
Deildu með þeim sem þér þykir vænt um
Scroll to Top