Máttur þakklætis, netnámskeið. Masterclass með Guðna Gunnarssyni. rys.is

Máttur Þakklætis. NETNÁM

Máttur þakklætis netnámskeiðið er 66 daga vegferð varanlegrar velsældar þar sem uppljómun verður að hefð og öll augnablik eru upplifuð sem blessun. Byggt á metsölu- og verkefnabókinni, Máttur þakklætis, sem er hluti námskeiðsgagna.

Ertu sífelt þreytt/ur og áhugalaus? – Máttur þakklætis kennir þér að hvílast og nærast!

Ertu að upplifa kulnun í starfi og leik? – Máttur þakklætis kennir þér að áhugi er orka og hvernig þú getur hlaðið þig og örvað!

Finnst þér lífið tilgangslaust? – Máttur þakklætis kennir þér að skilgreina tilgang og varða vegferð velsældar!

Ertu með stöðugar áhyggjur og kvíða? – Máttur þakklætis kennir þér að veita því athygli sem þú vilt í stað þess sem þú vilt ekki!

Þakklæti er uppljómun, gáttin að varanlegri velsæld

Að þiggja áhengjulaust er athöfn heilagrar veru þegar hún nærir sig; þakklæti er innstreymi sem á sér stað þegar við leyfum móðurinni, jörðinni, að hlúa að, fæða, hlaða og endurnæra afkvæmi sín. Þannig skapast fullkomin tenging við upprunann, almættið, ástina; forsendu þess að vera vakandi, rótfastur og valfær tilgangandi þiggjandi skapandi í vitund.

Námskeiðið er netnámskeið og hefst með mætingu í lokaðri Facebook síðu. Fundir eru teknir upp og aðgengilegir ásamt öðru efni námskeiðsins en því lýkur eftir níu vikur með samantekt. Þú getur hins vegar ávallt stjórnað þínu hraða og notað efnið á vefsíðu námskeiðsins. Þú hefur ótakmarkaðan og eilífan aðgang að námskeiðinu og öllum námsgögnum.

Námsgögn sem fylgja eru:
Bókin, Máttur þakklætis
Skjöl á PDF formi
Myndbönd
Hljóðskrár
Aðrar leiðbeiningar
Opið spjall einu sinni í viku í lokuðum Facebook hóp námskeiðsins.
Daglegir áminningapóstar í níu vikur með hljóðupptökum og ábendingum um myndefni til stuðnings.

Netnámskeiðið Máttur þakklætis er fyrir alla þá sem vilja njóta varanlegrar velsældar og auka magn hamingjuhormóna í líkamanum. Það er fyrir alla sem eru tilbúnir að vera valfærir skaparar í vitund. Fyrir alla sem vilja láta af fórnarlamba eða píslarvætts hegðun. Við erum annaðhvort að skapa líf okkar viljandi í vitund eða óviljandi og það er bara þetta Ó sem aðskilur möguleika og Ó-möguleika. Að vera VakAndi og valfær er val, vald. Þakklæti er vegferð – breiðstræti velsældar. 


VERÐSKRÁ
ALMENNT VERÐ kr. 34.900

MOGGAKLÚBBSVERÐ
kr. 25.900

NÁMSKEIÐ HEFST
11. janúar, 2022

Umsögn

Námskeiðið kom á hárréttum tíma inn í mitt líf þegar Covíd-þreyta var að gera vart við sig hjá mér eftir ótrúlega gott úthald í 10 mánuði. Ég fór fyrir nokkrum árum á 7 vikna námskeiðið Máttur athyglinnar hjá Guðna í Rope Yoga Setrinu sem leiddi svo af sér að ég fór á Rope Yoga námskeið sem hentaði mér mjög vel og kveikti hjá mér nýjan áhuga. Ég hefði svo sannarlega haldið áfram ef ég hefði ekki þurft að fara um langan veg í hvern tíma. Pistlar Guðna hafa vakið mig til margra ára, fyrst sem tölvupóstur og seinna sem facebook-færslur. Afar nærandi málflutningur, einföldun á orðum og orðfæri sem ég hafði gert flókið í huga mér. Ég hef ekki alltaf verið sammála Guðna hvernig hann beitir orðum sínum en það hefur leitt mig til dýpri skilnings á málinu okkar. Það sem 66 daga vegferðin Máttur þakklætis hefur haft djúpstæð áhrif á mig. Það hefur beint sjónum mínum að þakklætinu í öllum aðstæðum. En það hefur líka rótað upp í mér tilfinningum sem ég hef haldið í dvala lengi. Þegar ég hlustaði á hvað þessar tilfinningar vildu mér þá fann ég að ég þyrfti að taka svolítið til í mínu lífi, fækka skyldum, leyfa mér að gera minna og setja bæði mér og öðrum ný mörk. Námskeiðið var því lífsbreytandi og lífsstílsbreytandi. Ég er að æfa mig að láta af gömlum vana og leiðum siðum og kynnast nýjum miðaldra manni sem vill ekki vera fastur í viðjum vanans heldur læra, skilja og breyta. Guðni hefur einstakt lag á að mæta manni þar sem maður er, hreyfa við manni og vekja mann til vitundar. Ég mæli með Mætti þakklætis og öllu starfi þeirra hjóna af öllu hjarta. Þau eru umbreytandi og mannbætandi í störfum sínum.
Máttur þakklætis, umsögn. rys.is
Þorvarður Guðmundsson
Deildu með þeim sem þér þykir vænt um
Scroll to Top