Guðni Gunnarsson, ropeyogasetrið, rys.is

Máttur Hjartans. NETNÁM

Lærðu að nota mátt hjartans til að koma þér þangað sem þú vilt. Við komum okkur þangað sem við erum – með miklum tilkostnaði. Við höfum varið allri ævinni í að verða svona, núna, eins og við erum. Hvers vegna erum við þá að hafna því? Öflugt 4. vikna námskeið sem fleytir þér í rými hjartans og þaðan í hæstu hæðir velsældar.

Máttur hjartans,  4. vikna netnámskeið hefst 29. mars, 2022

Nýttu öflugasta orkuverið sem býr með þér – Mátt hjartans – til að ná því sem þú óskar í lífinu. Hvað langar þig?

  • Viltu stofna og styrkja varanleg sambönd?
  • Viltu laða að þér varanlega velsæld, heilsu og hamingju, auðlegð?
  • Viltu tendra ástríður og kraft hjarta þíns?
  • Viltu vera ofurvera – kraftaverk?
  • Viltu aukna orku og verða kjarnorkuver?
  • Viltu læra að hugrekki er orka og styrkur hjartans!

Sjáðu fyrir þér og skapaðu framtíð þína viljandi í vitund.

Það er mikilvægt að þú skiljir að hvernig þú sérð þig og upplifir – hvaða viðhorf þú hefur til þín – mótar sýn sem framkallar það sem þú sérð fyrir þér og einmitt þetta verður sá veruleiki sem þú skapar. Mig langar að þú skiljir hvaða lífsins auðlegð opnast þegar þú tekur ábyrgð á eigin tilvist, verður valfær og eykur eigin heimild til hamingju og þakklætis. Ég vil sjá þig auka heimildina og finna þar hugrekki og áræðni til að lifa til fulls, á þínum forsendum; að sjá þig skilja að enginn er eyland og að aðeins með því að þiggja og gefa af þér geturðu þrifist í lífinu og látið þig skína til fulls.

Þetta er það sem ég vil – en hvað langar þig? Langar þig að breytast? Þetta er gildruspurning sem ég legg alltaf fyrir í gamni á námskeiðunum mínum. Flestir rétta auðvitað upp hönd og staðfesta að jú, þeim „langar“ að breytast. Þá bendi ég góðfúslega á að í þessu viðhorfi felist höfnun á eigin tilvist og öllum manns gjörðum fram að þessu.

Við komum okkur þangað sem við erum – með miklum tilkostnaði. Við höfum varið allri ævinni í að verða svona, núna, eins og við erum. Hvers vegna erum við þá að hafna því? Við þessu eru mörg svör og þau opinberast á námskeiðinu en núna, einmitt núna þegar þú lest þessi orð vil ég biðja þig um að meðtaka eftirfarandi orð með hjartanu, með skilningi dýpst úr hjartanu:

Þú getur ekki farið fyrr en þú ert kominn. Vilji er verknaður, ekki löngun, þrá, ætlun eða von. Máttugur er mættur maður sem hefur fyrirgefið sér og vill sig umbúðalaust.

Öflugt námskeið sem fleytir þér í rými hjartans og þaðan í hæstu hæðir velsældar.

Boðið er upp á beina útsendingu á lokaðri facebooksíðu þar sem Guðni fer yfir efnið og svarar spurningum frá þátttakendum einu sinni í viku kl. 19:30 á þriðjudögum. Þeir sem ekki eiga kost á að mæta, geta horft á upptökuna síðar eftir eigin hentugleika.

Hugvekja, hugleiðsla og öndunaræfingar eru áfram daglega frá þriðjudaga, fimmtudag á facebook frá 06:50 til 07:20 og sunnudaga kl. 09:00.

Guðni, máttur hjartans. rys.is

VERÐSKRÁ
Námskeið og bók kr. 19.800
Námskeið og rafræn bók kr. 17.900

NÁMSKEIÐ HEFST
29. mars, 2022 og er 4 vikur

Umsögn

Guðni,  segi ég stundum þegar við hittumst er þetta ekki bara allt þér að kenna? Á einfaldan hátt minnir hann mig á að taka ábyrgð með þessari einföldu setningunu. Jú, Þórdís mín þetta er allt mér að þakka. Mér er lag á að flækja lífið mitt, missa trúnna á að allt verði í lagi og vera algerlega  í “ruglinu”.  Þegar það gerist hjá mér í dag, tek ég því fagnandi og þakka mér fyrir þessa skemmtilegu reynslu að fá að hafa allt í klessu.  Með því að tileinka mér aðferðir Guðna við að taka ábyrgð verður lífið einfaldlega bara áreynslulausn, alla vega á köflum.  Ég er stundum spurð, ert þú ekki búin að fara nokkrum sinnum á námskeið, ætlar þú aftur. Svarið er já alltaf, ég fer aftur og aftur í endurmenntun til að halda mér í vitund og minna mig á. Ég hvet alla sem vilja njóta farsældar á öllum sviðum lífsins að kíkja á námskeið og lesa bækurnar hans, aftur og aftur og einu sinni enn.
Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, umsögn um nám hjá Guðna. rys.is
Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir
Deildu með þeim sem þér þykir vænt um
Scroll to Top