Guðni Gunnarsson, lífsfærni, kennsla, fyrirlestrar. Glómotion Core kennararéttindi. rys.is- kennaranám. rys.is

Máttur Næringar. NETNÁM

Hvenær náum við kjörþyngd og höldum? Ásetningur næringar, fæðuval og brennsla. Hvernig aukum við súrefnishæfni og orku? Breytum fæðu í orku, kraft og velgengni. Þetta er meðal þess sem þú aflar þér þekkingar á. Námskeiðið "Máttur næringar". Hefst 24. maí, 2022, því fylgja 4 vikur í Glómótion Heilrækt.

 

Taktu stjórnina, axlaðu ábyrgðina og ákveddu hvað þú vilt vera andlega eða líkamlega þung(ur). Þú ert jafn þung(ur) og þú „vilt“ vera í dag enda hafa ákvarðanir þínar í mat og hreyfingu gert þig að því sem þú ert.

 

Fæða er helsta samband þitt. Hvernig og hvort þú elskar eða hafnar þér og þínum er uppljóstrað í umgengni og sambandi þínu við næringu og hvernig þú matast. Með öðrum orðum líkur sækir líkan heim og þeir sem þú umgengst og það sem þú umgengst uppljóstra hver og hvernig þú ert.

Námskeiðið hefst: 24. maí , 2022 og því fylgja 4. vikur í GlóMotion Heilrækt með Guðna

1. Hvernig við náum kjörþyngd og höldum?
2. Ásetningur næringar, fæðuval og brennsla.
3. Hvernig við aukum súrefnishæfni og orku?
4. Breytum fæðu í orku, kraft og velgengni.

Námskeiðið fer í gegnum hugrenningatengsl og hegðunarferli okkar varðandi mat, drykk, hreyfingu og lífsstíl.
Kannaðar eru aðferðir sem kenna okkur að þykja vænt um líkama okkar og njóta fyrirgefningarinnar sem er öflugasti meltingarhvati tilverunnar. Jafnframt styrkjum við líkamann með mismunandi GlÓmotion Heilræktar æfingum, aukum blóðstreymið og virkjum aðferðir sem efla brennsluna og styrkja meltinguna. Markmið námskeiðsins er að skapa þátttakendum meðvitað líkamlegt hlutskipti, verða orkumikill og ná þeirri kjörþyngd sem við veljum okkur sjálf og halda henni.

Ásetningur Næringar – Hámarks Brennsla
Ásetningur þessarar umræðu er að ræða og skoða án ásakanna eða dóms hvernig við notum fæðu og önnur efni til að viðhalda viðhorfum okkar um heilsu eða ójafnvægi (sjúkdóma) og hvernig við viðhöldum málfluttningi og sögu vanmáttar eða máttar með því að nota matvæli og önnur efni til að næra velsæld og hamingju eða vansæld og skort.

Mælistika góðrar heilsu er ekki, að vera vel aðlagaður innilega sýktu og fjarverandi samfélagi.
– Krishnamurti

Ef þú ekki veist hvert förinni er heitið, skiptir ekki máli hvaða veg eða stíg þú gengur.
Hvort sem þú þrætir fyrirnhæfni þinni og mætti eða vanhæfni, þarft þú að færa sönnur á málfluttning þinn með hegðun þinni og birtingu: hvernig og hvað þú nærir.
Næring þín og matarval er öflug opinberun á þínu viðhorfi til þín og eina leiðin til að breyta neysluvenjum þínum er að breyta sjálfsmynd þinni.

1. Hvað ert þú að næra?
Það sem þú neytir skiptir ekki mestu máli heldur það sem þú nærir.
• Hver er ásettningur þinn, dulin eða opinber?
• Ert þú að næra velsæld eða vansæld og skort, getu eða vanmátt?
• Heilsu eða vanheilsu?
• Traust eða efa?
• Veru eða fjarveru?

2. Umbreyting orku. (efnaskipti)
Horfir þú úr iðrum þínum í eftirsjá? Etu afturganga eða framgangandi vera?
Eftirsjá er fjársjóður fórnarlambssins. Fórnarlambið liggur á eftirsjá eins og ormurinn liggur á gulli.
Efnaskipti og hámarks brennsla.

– Að fyrirgefa: þýðir að axla ábyrð á því að umbreyta lífi þínu og útskilnaði.
Þegar við fyrirgefum þá sleppum við fortíðinni og þeirri reynslu sem við höfum melt og unnið úr.

Melting er háð rúmmáli, orku/fæðu og súrefni. Þegar það er mikið magn af fæðu í meltingarfærum þínum er meltingar ferli þitt upptekið og rýmið sem þitt kerfi býður uppá fullt. Við þessar aðstæður minkar hlutfall súrefnis í rýminu og efnaskipti minka sem því nemur.

Líkaminn er orkuumbreytir og lífið er eldur, um leið og súrefni minnkar hægist á brunanum. Hvernig við notum öndun ræður framleiðslugetu líkamans og hversu súrefnishæfir vöðvar líkamans eru ræðst af þjálfun og notkun þeirra. Ástríða er eldur sem brennur bjart og hreint.
Þegar maður neytir fæðu með ásetning er maður að næra tilvist og velsæld. Þegar maður treður sig út af fæðu án meðvitaðs ásetnings er maður að næra fjarveru og skort sem er þá dulin ásetningur skortdýrssins.

Oft notum við fæðu til að næra bælingu og fjarvist. Það sem við köllum ofát er forsenda orkuleysi, fjarveru og doða.
Ert þú að byggja musteri eða hjall? Byggingarefnin sem þú velur gefa til kynna og upplýsa þig og umhverfi þitt um ásetning þinn dulinn eða opinberan. Það er ekkert til sem er ruslafæða, aðeins misgóð næring eða byggingarefni sem hennta þínum teikningum og tilveruhugmyndum. Fæða er auðlind, eiginleikar og gæði fæðunnar er valin með það í huga hvað skal byggja eða hverju er verið að viðhalda.

Ertu að næra þig, borðar þú? (situr til borðs) eða étur þú eins og dýr úr jötu? Hvað ert þú að næra, hver er tilgangur þinn?
• Fæða er viðurværi sem nýta má til að framfleyta, endurreisa eða granda tilveru þinni.
• Er það ásetningur þinn að næra tilveru þína eða fjarveru?
• Ef þú upplifir vöntun eða skort, gætur verið að þig vanti, sért fjarverandi?
• Blessar þú fæðuna eða bölvar?
• Ert þú að næra þig af ásetning og kærleik eða ert þú að ala ofbeldi og skort?
• Næringar ásetningur í stað megrunarkúra!
• Það er enginn of þungur, aðeins eins þungur og maður er orðinn af eigin neyslu.
• Fæða er ekki fitandi, fólk er fitandi!
• Hvað er næring? Líkamlega, tilfinningalega og huglægt? Hvaðan kemur orka?
• Hvaða áhrif hafa sambönd þín á fæðuval og næringu?
• Ásetningur verslunnar, versla af ásetningi

VERÐSKRÁ
Námskeið kr. 8.900

NÁMSKEIÐ HEFST
24. maí, 2022 

Umsögn

Guðni,  segi ég stundum þegar við hittumst er þetta ekki bara allt þér að kenna? Á einfaldan hátt minnir hann mig á að taka ábyrgð með þessari einföldu setningunu. Jú, Þórdís mín þetta er allt mér að þakka. Mér er lag á að flækja lífið mitt, missa trúnna á að allt verði í lagi og vera algerlega  í “ruglinu”.  Þegar það gerist hjá mér í dag, tek ég því fagnandi og þakka mér fyrir þessa skemmtilegu reynslu að fá að hafa allt í klessu.  Með því að tileinka mér aðferðir Guðna við að taka ábyrgð verður lífið einfaldlega bara áreynslulausn, alla vega á köflum.  Ég er stundum spurð, ert þú ekki búin að fara nokkrum sinnum á námskeið, ætlar þú aftur. Svarið er já alltaf, ég fer aftur og aftur í endurmenntun til að halda mér í vitund og minna mig á. Ég hvet alla sem vilja njóta farsældar á öllum sviðum lífsins að kíkja á námskeið og lesa bækurnar hans, aftur og aftur og einu sinni enn.
Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, umsögn um nám hjá Guðna. rys.is
Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir
Deildu með þeim sem þér þykir vænt um
Scroll to Top