Þorvaldur Ingi Jónsson, qigong leiðbeinandi og þjálfari. rys.is

Þorvaldur Ingi Jónsson

Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna Qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast.

Þorvaldur Ingi Jónsson er einstakur Qigong gleði og lífsorkuþjálfari.

Þorvaldur Ingi Jónsson er viðskiptafræðingur (Cand oecon) frá HÍ árið1982 og með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla árið 2005. Þorvaldur hefur haldið fjölda námskeiða og var stundakennari við HÍ í stjórnun og stefnumótun. Hann er sérstakur áhugamaður um stjórnun til árangurs.

Þorvaldur hefur undanfarin ár stundað og leitt qigong æfingar. Þar er lögð áhersla á hugleiðslu, heilsu og sjálfsstyrkingu í núinu (Mindfullness). Hann er einn af höfundum bókarinnar Gunnarsæfingarnar.

Scroll to Top