Kristín Ingvadóttir, þjálfari, rys.is

Kristín Ingvadóttir

Kristín Ingvadóttir er GlóMotion-heilræktarkennari sem hefur átt fjölbreytilega og farsæla starfsævi.

Kristín vann í tískubransanum í 30 ár, hefur unnið sem förðunarfræðingur, sjómaður, bóndi og sinnt markaðsmálum svo fátt eitt sé nefnt.

Hún hefur stundað Rope Yoga með hléum frá árinu 2006, en í byrjun 2016 ákvað hún að gefa sjálfri sér heimild til að hefja þá vegferð sem hefur gefið henni mest; tilgang, ástríðu, líkamlega heilsu og sérstaklega andlega velsæld sem hún elskar að deila með öðrum og veita þjónustu.

Scroll to Top