Eva Birgitta. Yoga þjálfari. rys.is

Eva Birgitta. Yoga þjálfari.

Eva Birgitta ákvað fyrir nokkrum árum að stíga inn í nýtt líf á eigin forsendum. Hún dvaldi á Bali í tvö ár við að endurnýja sig og sína lífssýn.

Jóga og hugleiðsla gagnaðist Evu Birgittu sérlega vel við umbreytingarnar.  Hún tók yogakennaranám í Yin, Vinyasa og FlyHigh yoga á Balí og náði sér í önnur tól og reynslu sem hún vill gjarnan deila með öðrum sem vilja stíga inn í innihaldsríkara og bjartara líf.  Eva Birgitta hefur iðkað yoga reglulega í yfir tíu ár fyrir utan að hafa iðkað aðra hreyfingu svo sem lyftingar og einnig boltaíþróttir frá unga aldri. 

Hennar fyrstu skref í yoga voru í Rope Yoga setrinu en þar tók hún Mátt athyglinnar, Mátt hjartans ásamt GlóMotion heilrækt.  Hún hefur kennt í Rope Yoga setrinu með hléum og nær einstaklega vel til iðkenda.  Hún hefur alla tíð haft áhuga á heildrænni heilsurækt og telur að öll heilrækt byrji á því að bera ábyrgð á sér, vera valfær. Hún leggur áherslu á að læra á líkamann, efla hann, næra og njóta þess að dvelja í honum.  Sameina líkama, huga og sál.  Að fylgja hjartanu og leiða þaðan. 


Scroll to Top