Þorvaldur Ingi Jónsson er einstakur Qigong gleði og lífsorkuþjálfari.
Þorvaldur Ingi Jónsson er viðskiptafræðingur (Cand oecon) frá HÍ árið1982 og með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla árið 2005. Þorvaldur hefur haldið fjölda námskeiða og var stundakennari við HÍ í stjórnun og stefnumótun. Hann er sérstakur áhugamaður um stjórnun til árangurs.
Þorvaldur hefur undanfarin ár stundað og leitt qigong æfingar. Þar er lögð áhersla á hugleiðslu, heilsu og sjálfsstyrkingu í núinu (Mindfullness). Hann er einn af höfundum bókarinnar Gunnarsæfingarnar.