Velgengni í rekstri fyrirtækja endurspeglar öðru fremur verðleika og heilbrigði þeirra sem þar starfa. Með því að hvetja og styðja starfsfólk okkar til að sinna eigin líkama og sál af alúð erum við því að huga að undirstöðu og framtíð fyrirtækja okkar.
Ég hef mótað fyrirtækjanámskeið, ferla og umgjarðir þar sem er markvisst er unnið að því að veita starfsmönnum persónulega lífsráðgjöf til að efla þá í leik og starfi. Hvetja þá til reglubundinnar hug- og heilsuræktar. Heilrænt lífsmynstur, líkt og Rope Yoga byggir á hvetur starfsmenn m.a. til tómstundaiðkunar, símenntunar, heilræktar og hvíldar. Í þeim tilgangi að vitund þeirra um eigin verðleika sé nærð á öllum tímum.
Skoðaðu nokkrar hugmyndir hér fyrir neðan og hafðu samand. Þú getur sent okkur fyrirspurn á:
Sími: (+354) 535 3800
Netfang: info@rys.is
Facebook Messenger
Fyrirtæki sem með markvissum hætti hvetur og gefur starfsmönnum sínum færi á að kynnast vannýttum hæfileikum og efla líkamlega og andlega getu, er í raun að skapa þeim forsendur fyrir vellíðan og jafnvægi sem allt of margir fara á mis við í samtímanum.
Fyrirtæki sem nærir starfsfólk sitt og eflir, eignast ekki aðeins trausta starfmenn; það laðar einnig að sér meðvitaða og dugandi samstarfsaðila á öllum sviðum, opnar möguleika á öflugri viðskiptum og skapar óvænt tækifæri í rekstri og samskiptum.
Yfirburðir stjórnunarkerfis fyrirtækis sem sinnir starfsmönnum sínum birtast í opnari og heiðarlegri samskiptum milli manna og aukinni ábyrgðartilfinningu, valfærni starfsfólks. Það hvetur starfsmenn til að vera vakandi, athugula, áhugasama og áhrifaríka.
Vinnustaðurinn verður hvort tveggja í senn; skemmtilegur og skapandi.
Með því að hvetja starfsmenn okkar til að sýna sitt eðlislæga frumkvæði, þjálfa þá og efla til að taka ábyrgð á sér og frama sínum, erum við að virkja leiðtogann og skaparann í hverjum starfsmanni. Þannig fjölgum við starfsmönnum sem vilja halda tryggð við fyrirtækið. Fjarvistum fækkar og þeir njóta sín til fulls í starfi og hafa ómæld, gefandi áhrif á umhverfi sitt.
Fyrirlestrar og örnámskeið
GlóMotion vitundar þjálfun, þakklæti er áhrifarík leið til að hlúa að og styrkja mannauðinn, bæta starfsandann og auka árangur. Guðni Gunnarsson hefur hannað ýmsa fyrirlestra og örnámskeið sem hennta vel vinnustöðum og býður bæði upp innblásin erindi eða námskeið um, athygli, valfærni, tilgang, heimild, framgöngu, innsæi og þakklæti.
GlóMotion vitundar þjálfun
Mörg öflugustu fyrirtæki heims, nota núvitundarþjálfun og hefjast fundir m.a. hjá Google á því sem kallað er kjörnun. Önnur fyrirtæki sem nú þegar beita þessum aðferðum eru: Google, NASA, Apple, Harvard Business School og margir fleiri.
Athygli og valfærni er þjálfun
Helsti ávinningurinn af GlóMotion vitundarþjálfun er aukin almenn hæfni – jákvæðni, vellíðan, bætt samskipti, athygli, áhugi, valfærni, einlægt þakklæti og innsæi, for vitni sem skilar sér í auknu úthaldi og árangri, varanlegri velsæld.
Það sem þátttakandinn öðlast:
• Athygli, áhuga, einbeitingu
• Vitund – vera
• Valfærni
• Tilgangur og sýn
• Skilvirkari sköpun og hugmyndaauðgi
• Heimild
• Trausta sjálfsmynd
• Viðhorf lausna og tækifæra
• Andlegt jafnvægi, innsæi
• Vellíðan
• Virkari hlustun og samskipti
• Aukin afköst/framleiðni
• Friður og rósemd, hugarró