Umsagnir, líffærniskólinn. rys.is

Bryndís. Umsögn. Máttur hjartans.

Máttur hjartans er eitt albesta námskeið sem ég hef farið á um andleg málefni/andlega næringu.

Það er svo margt sem þetta námskeið skilur eftir sig að ég veit varla hvar ég á að byrja.

Vinnan var krefjandi og jafnframt skemmtileg og einhvern veginn svo uppljómandi.

Nú finnst mér augljósara en nokkru sinni fyrr að ég er minnar gæfu smiður og til að lifa í velsæld þá er forsendan til þess að ég velji mig, að ég standi með mér.

Ég ætla ekki að halda því fram að ég gangi um í alsælu og uppljómuð alla daga, alltaf en ég er margs vísari, glaðari og í meiri innri sátt. Það er frábært að eiga greiðan aðgang að efninu sem við fórum í gegn um ásamt æfingum til að halda áfram að næra sig og minna sig á eigin ábyrgð og vera í þakklæti.

Hjartans þakkir fyrir þessar frábæru fjórar vikur Guði og Gulla

Bryndís Richter

Scroll to Top