Ég tók ákvörðun að skrá mig í námið Lífsráðgjafann, hjá Guðna og Gullu. Heillt ár var mjög langur tími til að skuldbinda mig en eitt ár… vá hvað margt getur breyst á aðeins einu ári. Það má sko með sanni segja að líf mitt hafi tekið miklum breytingum í kjölfari þessa ferðalags.
Það sem gerðist í mínu lífi þetta ár sem ég stundað námið er það magnaðasta sem ég hef upplifað. Allt er öðruvísi.
“….Þetta er ferðalag að innsta kjarna þínum; ferðalag að viðhorfsbreytingum sem byggja á vitund, ábyrgð, tilgangi, einlægni, framgöngu, innsæi og varanlegu þakklæti í velsæld. Þetta er vegferð og vettvangur leið-andans; manneskju sem skilur vald sitt í vitund og ber fulla ábyrgð á sjálfri sér.”
Það er nákvæmlega það sem gerðist hjá mér. Í dag er meiri hamingja, meiri lífsfylling, meiri kærleikur, meira jafnvægi, meiri ró.
Einfaldlega besta ákvörðun sem ég hef tekið. Skora á alla að fara í þessa vegferð, breytir öllu!!
Ida Eyland