Rope Yoga Setrið. Grunnnámskeið. rys.is

Rope Yoga Grunnur

Rope Yoga grunnnámskeið er fyrir alla sem vilja efla velsæld sína í gegnum í gegnum heildrænt kerfi Rope Yoga. Markmið námskeiðsins er að nemendur njóti betri tengsla við eigin líkama og huga og nái að skynja að samhengið á milli líkama og huga í daglegu lífi.

Lögð er áhersla á andlegt og líkamlegt atgervi og að nemandinn öðlist aukinn styrk, samhæfingu og liðleika.

  • Byrjendanámskeið
  • 70 mínútna tímar – 60 mínútur á hádegi
  • 2 eða 3 tímar á viku
  • 14 manns í hóp

Farið er í gegnum heilsuræktarkerfi Rope Yoga í bekkjunum og kenndir grunnþættir öndunar og slökunar, ásamt stöðu, teygju- og flæðiæfingum. Farið er í undirstöðuatriði sjö þrepa hugræktarkenninga Rope Yoga með sérstaka áherslu á að efla jákvæða sjálfsmynd. Allir velkomnir!

Við bætum enn þjónustuna og höfum tekið í notkun smáforrit (app) fyrir þá sem stunda æfingar í Rope Yoga setrinu. Sjá nánari útskýringar hér fyrir neðan. Ef þig vantar aðstoð, hafðu samband með því að smella á Messengerhnappinn hér á síðunni, hringdu í síma 843-4600 eða sendu email á gg@ropeyoga.com.

Muna að bóka - öryggisins vegna

Þú byrjar svona.
1. Hlaða niður appinu á símanum hér á Google Play Store eða Apple store.  Appið heitir GLOFOX . Skoðaðu myndina. Eða þú smellir á Innskrá/nýskrá hér á síðunni.
2. Á símanum leitar þú eftir Rope Yoga Setrið
3. Í fyrsta sinn þarftu að nýskrá þig (Register/Nýskráning)
4. Eftir það nýtir þú ávallt innskráninguna og lykilorðið sem þú valdir í fyrstu atrennu
5. Veldu námskeiðið sem þú vilt kaupa og gakktu frá greiðslu. Nú getur þú bókað þig í tímana á námskeiðinu sem þú velur.
6. Hægt er að ganga frá áskrift í suma hópa/námskeið.
7. Sem félagi (Member) hefur þú aðgang að upplýsingum og tilboðum.

Glofox appið lítur svona út. rys.is
Deildu með þeim sem þér þykir vænt um
Share on facebook
Share on twitter
Scroll to Top