Rope Yoga Flæði er námskeið sem hentar öllum og hægt að byrja hvenær sem er. rys.is

Rope Yoga Flæði

Rope Yoga Flæði hæfir öllum og er hægt að hefja ástundun hvenær sem er. Allt sem þarf,  er að finna tíma og pláss við hæfi.

Hægt er að skrá sig hvenær sem er og ef námskeiðið er hafið þá drögum við þá tíma frá gjaldi námskeiðs eða bætum þeim við næsta tímabil.

Ástundun Rope Yoga eykur styrk, úthald, samhæfingu og liðleika.

Ástundunarnámskeiðin leggja áherslu á öndunaræfingar, flæðisæfingar, stöðuæfingar, teygjur og slökun.

Kennd eru lífsviðhorf Rope Yoga sem grundvöllur að lífi í kærleika og umhyggju.

Æskilegt er að  hafa lokið byrjendanámskeiði í Rope Yoga en ekki skilyrði.

Smelltu á örina til að sjá næstu tíma.

Muna að bóka - öryggisins vegna

Þú byrjar svona.

Þú getur að sjálfsögðu skráð þig inn hér á vefsíðunni og bókað tíma. Eða hlaðið niður appi (smáforriti) á símann þinn. Fylgdu leiðbeiningunum hér.

1. Skráðu þig á vefsíðunni með því að smella á hnappinn Innskrá/Nýskrá sem þú finnur á Stundaskrá síðunni og á síðu þess námskeiðs sem fer fram í setrinu. Þú getur líka Innskráð/Nýskráð með því að smella á “bóka tíma”.

2. Í fyrsta sinn þarftu að nýskrá þig (Register/Nýskráning) hvort sem þú nýtir vefsíðuna eða appið. Þú nýtir eftir það ávallt innskráninguna og lykilorðið sem þú valdir í fyrsta sinn.

3. Ef þú notar símann, þá hleður þú fyrst niður smáforritinu (appinu) hér:
Google Play Store
Apple Store
Appið heitir GLOFOX.
Á símanum leitar þú nú eftir “Rope Yoga Setrið”

4. Veldu Félagsaðild/Membership sem hentar, t.d. Glomotion Heilrækt 1 mán. og gakktu frá greiðslu.

5. Bókaðu þig í tíma, hvort heldur frá vefsíðunni eða símanum. Þú getur líka beðið okkur að bóka þig á staðnum (ath. að í Rope Yoga Setrinu eru fá pláss í hverjum hópi).

6. Hægt er að ganga frá áskrift í suma hópa/námskeið.

7. Sem félagi (Member) hefur þú aðgang að upplýsingum og tilboðum.

Glofox appið lítur svona út. rys.is
Deildu með þeim sem þér þykir vænt um
Share on facebook
Share on twitter
Scroll to Top