Qigong, lífsorkunámskeið. rys.is

Qigong Lífsorkuæfingar. Alhliða heilsuefling og gleði

Qigong Lífsorkuæfingar. Heilun og gleði undir magnaðri stjórn Þorvaldar Inga Jónssonar í Rope Yoga Setrinu. Nýttu 5000 ára æfingakerfi til heilsubótar og lækninga. Virkar jafnvel og þá. Tímar í sal og í beinni útsendingu á netinu. Hægt að njóta þegar hentar. Hjartanlega velkomin. Tilboð: Til að tryggja sem best að þátttakendur njóti heilunarmáttar æfinganna er nú aukalega aðgangur að Qigong námskeiði á netinu. Velkomið að hafa samband við Þorvald Inga. Netfang: thor.ingi.jonsson@gmail.com

Þorvaldur Ingi Jónsson Qigong kennari, leiðir hinar mögnuðu lífsorkuæfingar.

Allir geta notið æfinganna. Hver og einn stillir líkamlegu álagi í samræmi við getu.  Æfingarnar hafa verið stundaðar í Kína í 5.000 ár til heilsubótar og lækninga.

Við leggjum áherslu á:

  • Djúpa nærandi og hreinsandi öndun sem opnar á orkubrautir líkamans
  • Hreyfingu sem styrkir, losar um vöðvabólgu og eykur liðleika
  • Hugleiðslan opnar á innra bros og gleði. Eykur frelsistilfinningu og jákvætt hugarfar.

Við leggjum áherslu á að hver og einn njóti lífsins sem allra best. Finni fyrir eigin ábyrgð og getu til að standa vel með sér. Gleði og bros nái til hverrar frumu líkamans.

Regluleg ástundun Qigong lífsorkuæfinganna hefur m.a. áhrif á:

• Aukið líkamlegt og andlegt heilbrigði.
• Bætt ónæmiskerfi.
• Minni líkur á kulnun, kvíða og þunglyndi.
• Jákvæðari tilfinningar í eigin garð og annarra.
• Meiri orka til að vera góð og gefandi manneskja.
• Viljastyrkur og orka til að gera það sem þig langar til.
• Betra og meira jafnvægi í samskiptum.
• Styrkjum innri hamingju og njótum hvers andartaks betur.

Meðmæli:

Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti
… ,,Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna Qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu“.

Margrét Halldórsdóttir, geðhjúkrunarfærðingur, hefur stundað Qigong lífsorkuæfingarnar frá því í ágúst. Hennar umsögn: „Qigong sameinar hugleiðslu, virka meðvitaða öndun og líkamshreyfingar. Við sjáum fegurð í ýmsum myndum með okkar innri augum. Við „heilum líffæri okkar“, hreinsum út gamla, staðnaða og óhreina orku/ sársauka okkar. Tær lífsorkan fær að flæða. Gleði og hamingja fylgja í kjölfarið.“

SKOÐA STUTTA KYNNINGU

VERÐSKRÁ
Qigong lífsorka og gleði,
3x í viku pr. mánuð
12.000 kr.

Kl. 7:50 mán., mið., og föstudaga.
Byrjaðu þegar þér hentar
á netinu og/eða í sal.
(Frítt í prufutíma og netnámskeið)

Deildu með þeim sem þér þykir vænt um
Share on facebook
Share on twitter
Scroll to Top