Yoga fyrir alla.

20,000kr.

Yoga er fyrir alla! Losaðu mjaðmirnar, liðkaðu herðarnar og náðu upp almennum liðleika og mýkt.

Markmið þessara Yogatíma er að auka vellíðan og líkamsvitund, sem svo leiðir af sér betra jafnvægi hugar, sálar og líkama.
Yogatímarnir byggja á leiddri hugleiðslu, öndun, slökun, mjúkum teygjum, styrk og flæði. Yoga fyrir alla hentar þeim sem til dæmis hafa prófað Yoga áður en ekki náð að tengjast því, þótt það of krefjandi og einnig þeim sem hafa ekki litið á Yoga sem sína lausn vegna stirðleika eða langvarandi hreyfingarleysis. Yoga fyrir alla er endurnærandi og styrkjandi og hentar öllum. Líka þér!

Yoga er fyrir alla þá sem vilja láta sér líða betur, tengjast sjálfum sér nánar og róa hugann. Enginn getur allt en allir geta eitthvað. Hvernig við æfum er mikilvægara en hvað við æfum. Mikilvægara er að spyrja sig hvernig Yoga hjálpar mér en hvernig Yoga er í framkvæmd. Megináhersla tímanna er að tengjast líkamlegu og andlegu atgervi, gefa huganum frí og vera til staðar í vakandi vitund.

Allir velkomnir sem vilja láta sér líða vel!

60 mín tímar
Tveir tímar í viku
Námskeiðið er 4 vikur
16 manns í hóp hámark
Mánudaga og Miðvikudaga kl 15:00 – 16:00

ÞJÁLFARI

Yin yoga fyrir alla. Eva Birgitta. rys.is

Eva Birgitta ákvað fyrir nokkrum árum að stíga inn í nýtt líf á eigin forsendum. Hún dvaldi á Bali í tvö ár við að endurnýja sig og sína lífssýn.

Jóga og hugleiðsla gagnaðist Evu Birgittu sérlega vel við umbreytingarnar.  Hún tók yogakennaranám í Yin, Vinyasa og FlyHigh yoga á Balí og náði sér í önnur tól og reynslu sem hún vill gjarnan deila með öðrum sem vilja stíga inn í innihaldsríkara og bjartara líf.  Eva Birgitta hefur iðkað yoga reglulega í yfir tíu ár fyrir utan að hafa iðkað aðra hreyfingu svo sem lyftingar og einnig boltaíþróttir frá unga aldri.

Hennar fyrstu skref í yoga voru í Rope Yoga setrinu en þar tók hún Mátt athyglinnar, Mátt hjartans ásamt GlóMotion heilrækt.  Hún hefur kennt í Rope Yoga setrinu með hléum og nær einstaklega vel til iðkenda.  Hún hefur alla tíð haft áhuga á heildrænni heilsurækt og telur að öll heilrækt byrji á því að bera ábyrgð á sér, vera valfær. Hún leggur áherslu á að læra á líkamann, efla hann, næra og njóta þess að dvelja í honum.  Sameina líkama, huga og sál.  Að fylgja hjartanu og leiða þaðan.

Takk fyrir að deila!

Scroll to Top