Yin Yoga – djúpt, nærandi og átakalaust

20,000kr.

Yin Yoga er fyrir þá sem vilja tengjast sér betur, sleppa takinu á huganum og læra að hlusta á líkamann – því líkaminn gleymir engu. Finna hvað hann hefur að segja okkur. 

Yin Yoga er sérlega áhrifaríkt fyrir þá sem vilja losa spennu og streitu í bandvef og næra bein og liðamót. Lögð er áhersla á að opna bandvef og losa djúpa spennu í gegnum hægar mjúkar teygjur (opnun), öndun og slökun. 

Markmið okkar er ekki að vera fullkomin heldur að vera heil. Í Yin Yoga notum við ekki líkamann til að komast í stöðurnar heldur notum við stöðurnar til þess að komast í líkamann, hlusta og upplifa hvað hann er að segja okkur. 

Allir tímar byrja á leiddri hugleiðslu og enda á djúpri og nærandi slökun. Hvað er Yin Yoga? Yin Yoga er ekki hefðbundið Yoga eins og flestir þekkja það – það er hægara. Gefin er góður tími til að koma sér í hverja stöðu og finna fyrir líkamanum. Markmiðið er aldrei að finna til stingandi sársauka. Því er notast er við ýmsa hluti (props) til að styðja við stöðurnar svo hægt sé að ná algjörri slökun. Síðan er setið/legið í tiltekinni stöðu í allt frá 1-6 mín og hvíld tekin á milli. 

Markmið tímans er því alltaf:

• Að vera kyrr og upplifa kyrrð í hverri stöðu
• Að þú upplifir líkama þinn eins og tignarlegt fjall
• Að andardráttur þinn sé eins og vatnið – rólegur og í átakalausu flæði
• Að hugur þinn endurspegli djúpbláan himininn

Allir hjartanlega velkomnir! 60 mín tímar Tveir tímar í viku Námskeiðið er 4 vikur 16 manns í hóp hámark Tímar: mán og mið kl. 12:00 – 13:00 Verð kr.20.0

ÞJÁLFARI

Yin yoga fyrir alla. Eva Birgitta. rys.is

Eva Birgitta ákvað fyrir nokkrum árum að stíga inn í nýtt líf á eigin forsendum. Hún dvaldi á Bali í tvö ár við að endurnýja sig og sína lífssýn.

Jóga og hugleiðsla gagnaðist Evu Birgittu sérlega vel við umbreytingarnar.  Hún tók yogakennaranám í Yin, Vinyasa og FlyHigh yoga á Balí og náði sér í önnur tól og reynslu sem hún vill gjarnan deila með öðrum sem vilja stíga inn í innihaldsríkara og bjartara líf.  Eva Birgitta hefur iðkað yoga reglulega í yfir tíu ár fyrir utan að hafa iðkað aðra hreyfingu svo sem lyftingar og einnig boltaíþróttir frá unga aldri.

Hennar fyrstu skref í yoga voru í Rope Yoga setrinu en þar tók hún Mátt athyglinnar, Mátt hjartans ásamt GlóMotion heilrækt.  Hún hefur kennt í Rope Yoga setrinu með hléum og nær einstaklega vel til iðkenda.  Hún hefur alla tíð haft áhuga á heildrænni heilsurækt og telur að öll heilrækt byrji á því að bera ábyrgð á sér, vera valfær. Hún leggur áherslu á að læra á líkamann, efla hann, næra og njóta þess að dvelja í honum.  Sameina líkama, huga og sál.  Að fylgja hjartanu og leiða þaðan.

Takk fyrir að deila!

Scroll to Top