TRX mótstöðuæfingum, hugleiðslu og sjálfsmildi blandað saman með áhrifaríkum hætti á nýju námskeiði
sem hefst 26. október.
Á þessu 4-vikna námskeiði læra þátttakendur helstu mótstöðuæfingar í TRX böndum. TRX stendur fyrir Total Body Resistance Exercise, þar sem unnið er með bönd sem hanga úr lofti og eigin líkamsþyngd notuð í fjölbreyttar æfingar sem efla styrk, jafnvægi, liðleika og þrek.
TRX hentar fjölbreyttum hóp þátttakenda því
það er hægt að aðlaga líkamsstöðu til að stjórna erfiðleikastigi. Æft er í vitund með áherslu á öndun,
líkamsbeitingu og virkjun kviðvöðva.
Æfingarnar byrja á öndunaræfingum (pranayama) og flæðiæfingum til að mæta á staðinn og vera til staðar.
Áhersla er lögð á ásetning, sjálfsmildi og staðhæfingar sem þátttakendur tileinka sér á námskeiðinu.
Í framhaldinu er farið í TRX böndin þar sem upphitun, æfingar og teygjur eru teknar fyrir.
Tímanum lýkur alltaf á hugleiðslu, þar sem þátttakendur fá að upplifa og læra mismunandi aðferðir til að hugleiða
Þjálfari: Bryndís Skarphéðinsdóttir
Skoða aðrar vörur!
-
GlóMotion HEILRÆKT í sal.
24,900kr. – 60,000kr. -
Rope Yoga, grunnur. 6 vikur. Veldu 2 x eða 3 x í viku
23,900kr. – 29,900kr. -
Ráðgjafi. Heilsu- og lífsfærni ráðgjafanám
70,000kr. – 650,000kr.