Býr í þér ráðgjafi? Viltu starfa sjálfstætt? GlóMotion heilsu og lífsfærni - ráðgjafanám fyrir þig!

Ráðgjafanámið veitir þér réettindi sem GlóMotion-heilsu og lífsfærni ráðgjafa. Þú færð í hendurnar verkfærakistu, sem veitir þér réttindi til meðferðar. Námið tekur eitt ár og er stökkpallur til sjálfstæðis.

Innifalið í GlóMotion-heilsu og lífsfærni ráðgjafanámi er:

– 4. helgar í sal með Guðna og ráðgjafanemendum í þjálfun.
– Ítarleg kennsla í GlóMotion-lífsráðgjöf og heilrækt
– GlóMotion CORE-kennarahandbókin
– Námskeiðið Máttur athyglinnar
– Námskeiðið VakAndi með Guðna (rafrænt kennsluefni, myndbönd, fyrirlestrar, ítarefni)
– Námskeiðið Máttur þakklætis (rafrænt kennsluefni, myndbönd, fyrirlestrar, ítarefni)
– Námskeiðið Máttur hjartans (rafrænt kennsluefni, myndbönd, fyrirlestrar, ítarefni)
– Bækurnar Máttur viljans, Máttur athyglinnar, Máttur þakklætis og Máttur hjartans
– Aðgangur að tímum í Rope Yoga Setrinu
– Persónuleg ráðgjöf með Guðna

Fyrir áramót:
Bækurnar máttur viljans, athyglinnar, hjartans, þakklætis og GlÓMotion CORE kennarahandbók
12. september – Máttur athyglinnar – lífsfærniskólinn og lífsráðgjafanámið
31. október – VakAndi með Guðna.
Einn einkatími með Guðna á skrifstofu eða á netinu samkvæmt samkomulagi

Eftir áramót:
9. janúar – Máttur þakklætis
9. apríl – Máttur hjartan

  • GlóMotion verkfæri

  • Vakandi núvitund

  • GlóMotion heilrækt

  • Máttur athyglinnar

  • Máttur þakklætis

  • Máttur hjartans

Ráðgjafanámið er persónulegt og því mjög fá pláss í boði. Hafðu samband á gg@ropeyoga.com eða hringdu í síma 535 3800 fyrir nánari upplýsingar. Við hlökkum til samverunnar.

Eitt af því sem síðasta ár færði mér, var tækifæri til að taka þátt í lífsráðgjafanámi hjá Guðna.

Þetta hefur verið mikið ferðalag með stórkostlegum hóp af fólki.

Ég var á leiðinni í allt annað ferðalag þegar mér bauðst þetta tækifæri. Ég vil ekki segja að þetta hafi verið tilviljun, heldur viljaði ég þetta til mín og ég veitti mér heimild til að stíga skrefið. Þetta hefur verið í meira lagi lærdómsríkt.

Guðbjörg

Að fara í Lífsrágjafanámið var gjöf sem ég gaf sjálfri mér.

Ég hef sett mig í fyrsta sæti, hef gefið sjálfri mér rými til þess að vera ég, vera í athygli, vera ást.

Það er svo dásamlegt að fylla hjarta sitt af ást og þar með vera sterkari í samskiptum við aðra, vera með stjórnina þegar gömlu forritin taka yfir. Að róa hugann og heilann og auka rými sitt, og fylla hjartað af gleði.

Laufey

Þessi magnaða tilfinning að vera í ábyrgð getur verið yfirþyrmandi og valdeflandi á sama tíma og hefur tekið mig tíma að læra að lifa eftir en því var Lífsráðgjafanámið mér svo dýrmætt, því í gegnum það hef ég æft mig að lifa í ábyrgð, valfær og frjáls til að stýra mínu lífi, aðstæðum og viðhorfi.

Þetta er einstök gjöf að þiggja og er það trú mín að með lífsfærnináminu sé ég betri ég í starfi og leik og treysti á að mér gefist tækifæri á að kynna hugmyndafræði og málflutningi Glómotion fyrir öðrum í framhaldinu.

Ása Inga

Scroll to Top