Rope Yoga/GloMotion er …

Rope Yoga/GloMotion er …

Rope Yoga/GloMotion er heilrænt heilsuræktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt/núvitund og lífsspeki til að losa streitu, draga úr sársauka, efla hreyfifærni og úthald og þróa grunnstyrk sem byggir á kjarnavitund.

Rope Yoga/GloMotion er nýstárlegt æfingakerfi sem snýr að kviðarholsvöðvunum. Æfingarnar nota athygli, öndun og hreyfanleika með aðgengi að vöðvum til að byggja upp vöðvana og skilvirka meltingu og tryggja hámarksnýtingu hitaeininga.

Kerfið byggir á sjö ólíkum tegundum æfinga, lífsspeki núvitundar og næringarsálfræði.

Æfingar með GlóMotion/Rope Yoga reipum…

…vekja meðvitundina, sem hjálpar okkur að velja að lifa í augnablikinu, með umhyggju að leiðarljósi í stað bælingar, sjálfskúgunnar og gagnrýni.

…virkja og staðfesta innri visku og heilnæmi lífaflsins (prana).

…styrkja líkamann, samhæfa og auðvelda hverjum og einum að lifa lífinu á betri veg, með sem minnstu viðnámi gagnvart sjálfum sér og umhverfinu.

…auka blóðstreymi hjartans og æðakerfisins, sem gerir okkur kleyft að vinna úr meiru magni súrefnis og orkuflæðis, sem bætir og hvetur flæði líkamans, meltinguna og aðra úrvinslu.

…næra hverja einustu frumu í líkamanum og virkja betur sogæðakerfi líkamans, sem losar sig við óæskileg eiturefni.

…hvetur okkur til að afgreiða fortíðina með því að fyrirgefa sjálfum okkur, um leið og við tökum ábyrgð á því hver og hvar við erum í lífinu, svo við getum skapað okkur ný hlutskipti og jákvæðari nútíð og framtíð.

…auka ást, umhyggju og þakklæti okkar á lífinu og sjálfum okkur.

…minnka ótta fólks við að óttast óttann. Of margir eru hræddir við að upplifa óttann og forðast að horfast í augu við þessa tilfinningu sem er fullkomlega eðlilegur hluti af okkur sjálfum. Við lærum upplifa þær tilfinningar sem við höfum til að bera og hættum að veita mótlætinu viðnám.

…þjálfa okkur að beina athyglinni að og upplifa tilfinningar sem koma upp í hugann á meðan við æfum GlóMotion/Rope Yoga. Það hjálpar okkur að uppræta gamla siði og ferli sem losar um og virkjar hefta orku í líkamanum.

…býður upp á að uppgötva hinar margvíslegu hluta á sjálfinu, sem gerir okkur kleift að sameina og vinna úr lífsreynslum sem við höfum ekki tekist á við. Liðnum atburðum sem við höfum bælt og sópað undir teppið.

…hvetja og stuðla að breytingum á okkur sjálfum með hjálp sjö þrepa umbreytingarsálfræði kerfisins, sem hefst með vakningu til vitundar sem leiðir til frelsunar, þakklætis, ánægju og allsnægtum.

…auka jákvæða sjálfsýmind, sjálfstraust og sjálfsvirði, auk umhyggju og ástar á okkur sjálfum.

…breyta og bæta hegðunarferli okkar með því að kenna okkur nýjar hreyfingar líkamans.

…kenna okkur að þiggja jafnt sem gefa.

…auka sjálfsvitund/athygli og hvetja þannig sameiningu einnar heildar: líkama, huga, tilfinningar og sál.