Rope Yoga er...
Rope Yoga er heildrænt heilsuræktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt og lífsspeki til þess að losa streitu, draga úr sársauka, efla hreyfifærni og þróa grunnstyrk.

Rope Yoga er alger nýjung æfinga sem snúa að kviðarholsvöðvunum, því æfingarnar ganga útá að nota vitund, öndun og hreyfanleika til þjálfunarinnar með uppbyggingu á vöðum og brennslu kaloría í huga. Kerfið byggir á sjö mismunandi tegundum æfinga, líffspeki og næringarsálfræði.

// Lestu meira um kosti þess að stunda Rope Yoga
æfingar í vitund
Kerfið byggir á sjö mismunandi tegundum æfinga. Rope Yoga böndin, flæðiæfingar, öndunaræfingar, stöðuæfingar, djúp teygjur, hægar lyftingar og mótstöðuæfingar með eigin líkamsþyngd í TRX böndum. Allar æfingarnar hafa sín sérkenni en þær eiga það sameiginlegt að aðal áherslan er á líkamsvitund og styrk í kjarna líkamans .

// Lestu meira um æfingarkerfin
lífsspeki í sjö skrefum
Lífsspeki Rope Yoga fjallar um það að vera breytingin og að með því að breyta okkar eigin hegðun og viðhorfum þá getum við breytt nánasta umhverfi okkar og heiminum öllum. Guðni hefur skrifað tvær bækur sem fjalla um skrefin sjö til varanlegrar velsældar og kom önnur þeirra Máttur viljans - allt sem þú veitir athygli vex og dafnar út í janúar 2011 og hin, Máttur athyglinnar - sjö skref til varanlegrar velsældar, í janúar 2012.

// Lestu meira um bækurnar tvær og lífsspeki Rope Yoga
ásetningur næringar
Ásetning næringar og snýst um ekki bara um það hvað við borðum heldur aðallega hvað við nærum. Erum við að nota tækifærið sem við fáum í hvert skipti sem við neytum matar og drykkjar til að næra ást og velsæld eða borðum við á hlaupum og nærum þannig streytu og þreytu?

// Lestu meira um ásetning næringar
sterkari kjarni
meira súrefni
stinnari líkami
aukinn liðleiki