Öndunarnámskeið með Arnóri Sveinssyni

Þú ert alltaf andandi, en ertu meðvituð/aður um öndunina? Ertu að anda til fulls? Ertu að nýta lungun þín? Með bættri öndun getum við bætt líf okkar svo um munar. Þú bætir einbeitingu, þol, úthald, styrk, liðleika, ónæmiskerfið og vellíðan yfir höfuð. Losar þunglyndi, streitu, kvíða, reiði, gremju, sorg og vinnur gegn bólgum í líkamanum. Á þessu námskeiði förum við djúpt í andann okkar og munum læra öndunar æfingar sem að hjálpa okkur til betra lífs. Við munum innleiða öndunina í Jóga, æfingar, hreyfingu, og daglegt líf og fá þátttakendur heimavinnu til þess halda andanum andandi 🙂 Námskeiði er í 5 vikur og er kennt á mánudögum klukkan 20:15 til 21:30. Verð: 15.900 kr.

Skrá mig hér!