Meðvitaðar mæður

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 7. mars,  2019. Þetta er 7 vikna námskeið á fimmtudögum frá kl. 13:30-15:00.

  • Ropeyoga heilrækt og kenndar æfingar sem má taka með heim.
  • Líkamleg uppbygging eftir barnsburð og fæðingu.
  • Fræðsla og spjall um meðvitað uppeldi.
  • Tengslastund fyrir mæður og börn.
  • Aðgangur að lokuðum facebook hóp um efni námskeiðs.

 

Guðrún Birna le Sage er Gló Motion heilræktarkennari, markþjálfi og tveggja barna móðir. Hún er að fara af stað með námskeið fyrir nýbakaðar mæður í Ropeyogasetrinu. Þar mun hún tvinna líkamlega og andlega uppbyggingu saman við tengslastund og fræðslu um meðvitað uppeldi (Yoga heimspeki, Guðnaspeki, RIE, conscious/mindful/respectful parenting). Börn eru velkomin með í hlýja og nærandi stemmningu Ropeyogasetursins en mæður eru líka velkomnar einar og sér ef þær kjósa það.

Ropeyoga æfingarkerfið er eins og sniðið til að styðja nýjar mæður til líkamlegs jafnvægis á ný að barnsburði loknum. Hver einasta hreyfing styrkir miðjuna og innri-magavöðvana sem bera okkur uppi í lífinu, við setjum einnig fókus á að ”vekja týnda tröllið” eða aftan á lærisvöðvann sem á það til að rýrna og sofna á meðgöngu sem og hjá öllu fólki sem situr við vinnu sína. Auk hugleiðslu og öndunaræfinga sem auka rými til að valda sér vel í þessu nýja hlutverki.

Tímarnir eru líka hugsaðir sem tengslastund fyrir mæður sem tengja við meðvitað uppeldi og vilja tengjast öðrum mæðrum í sömu hugleiðingum. Hópurinn verður með lokaða facebook síðu þar sem þátttakendum gefst kostur á að styðja hvor aðra og tengjast, auk þess sem Guðrún Birna mun deila þar efni sem hún byggir umræður og fræðslu í tímunum á.

Guðrún Birna hefur víðtæka reynslu af því að vinna með fólki með margvíslegan bakgrunn og á öllum aldri. Hún hefur unnið í stöðu markþjálfa, fimleikaþjálfara, íþróttakennara og umsjónakennara sem og fleiri umönnunarstörfum, svo dæmi sé tekið. Hún er með grunn í félagsráðgjöf og hefur sótt námskeið hjá respectfulmom.com, Play Iceland, Teacher Tom ofl. og hlotið þjálfun í sáttamiðlun – uppbyggilegri réttvísi (Conflict Resolution)

Uppeldi, yoga og mannrækt eiga hug hennar allan þessi misserin og deilir hún áhuga sínum á síðunni https://www.ahamoment.is/. Þar tekur hún viðtöl við fyrirmyndir og skapara í samnefndum þáttum sem sýndir eru á síðunni. Hún starfar einnig sem markþjálfi með fókus á foreldra sem vilja stuðning í uppeldishlutverkinu.

Skrá mig hér!