Máttur viljans - allt sem þú veitir athygli vex og dafnar
Máttur viljans er bók sem gerir þér kleift að losna undan álögum. Ekki þess háttar álögum sem við lesum um í ævintýrunum, heldur sjálfsálögum – öllu því neikvæða sem við leggjum á okkur sjálfviljug og þar með á allan heiminn.

Þetta er bók um að lifa annaðhvort í sjálfstýringu þar sem skortur og vansæld ráða ríkjum, eða í eigin mætti, í velsæld og fullri kærleiksríkri ábyrgð.Við erum öll ljós og ótakmörkuð orka.

// Meira um Mátt Viljans
Máttur athyglinnar - sjö vikur til varanlegrar velsældar
Í þessari bók beinir Guðni sjónum sínum að því hversu einfalt er að gera breytingar á lífi sínu og tilvist. Á afar innihaldsríkan en skýran hátt leiðir hann lesandann í gegnum sjö vikna verkefnavinnu sem umbyltir lífi allra sem henni fylgja með krafti í verki.

Bókin er notuð sem verkefnabók á námskeiðum Guðna, en hana getur þó hver sem er lesið og notað eftir eigin þörfum.

// Meira um Mátt Athyglinnar
Kvöldnámskeið byggt á Mætti viljans og Mætti athyglinnar
Þetta er gríðarlega öflugt námskeið hjá Guðna sem umbreytir öllum hliðum lífs okkar. Mataræði, hreyfing og lífsráðgjöf, allt í einum pakka. Námskeiðið fer fram í formi fyrirlestra og umræðu í hópnum. Við veitum 50% afslátt á rope yoga grunnnámskeiðunum eða TRX-FLEX þegar þú tekur þátt í Mætti Athyglinnar.

Þetta er kjörið tækifæri til að hreinsa til í lífi þínu á nýju ári svo þú getir mætt því með endurnýjaðri orku og gleði! Bókin og öll gögn fylgja námskeiðinu.

// Nánari upplýsingar og skráning

Lífsspeki í sjö skrefum

Lífsspeki Rope Yoga/GlóMotion fjallar um að vera breytingin í eigin lífi. Með því að breyta okkar viðhorfum og þar með eigin hegðun getum við haft gríðarleg áhrif á nánasta umhverfi okkar og heiminn allan. Guðni Gunnarsson hefur skrifað tvær bækur sem fjalla um skrefin sjö til varanlegrar velsældar, en Máttur viljans – allt sem þú veitir athygli vex og dafnar kom út í janúar 2011 og Máttur athyglinnar – sjö skref til varanlegrar velsældar í janúar 2012.

Heimspeki GlóMotion – UMGJÖRÐ VELSÆLDAR

GlóMotion CORE er sjö skrefa umbreytingarheimspeki með sérstakri áherslu á mátt athyglinnar, einingu, kjörnun og GlóMotion CORE. Kerfið er heildræn hugmyndafræði sem samanstendur af vitund, líkamsæfingum, líffræði, umbreytingarsálfræði og ásetningi næringar. Mikil áhersla er lögð á virka líkamsvitund, öryggi, virkni og heilbrigði liðamóta, aukinn hreyfanleika og haldbæra þekkingu á stoðkerfi líkamans. Sérstök áhersla er lögð á líkamslestur til að skilja áhrif bandvefs á ferlamyndun og hvernig spenna og líkamsstöður birta og opinbera viðhorf, afstöðu, ótta eða öryggi í fasi og hreyfingu einstaklingsins.

Skrefin sjö eru:

ATHYGLI ER LJÓS
Öll athygli er ljós. Orkan þín er ljósgeisli. Þegar þú vaknar til vitundar geturðu ráðið því hvert þú beinir honum. Þangað til hefurðu ekkert val. Þú berð ábyrgð á því hvort geislinn skín skært og af mikilli ástríðu eða hvort hann er daufur og skín í gegnum kámugt og rispað gler. Þeir sem eru vaknaðir til vitundar vita að þeir eru ekki hugsanir sínar heldur sál, orka, kærleikur og ljós.

ÁBYRGÐ ER AFL
Allt er orka. Orka er allt sem er. Ást er eina tilfinningin – sönn uppspretta orkunnar. Allt annað er blekking. Orkan fæst með því að taka ábyrgð og ábyrgðin fæst með fyrirgefningunni. Að taka ábyrgð er forsenda þess að geta borið heilan ávöxt. Ábyrgð er að skilja að þú ert geisli guðs og að þitt eina hlutverk í lífinu er að ráðstafa eigin orku, í fullum og frjálsum vilja, annaðhvort í vansæld eða velsæld.
Að vakna til vitundar er upphaf alls, að skilja máttinn í athyglinni er næsta skrefið, en að taka ábyrgð á orku sinni er blessun mannkyns. Líklega viljum við ekki stíga þetta skref til fulls fyrr en við vitum hvar við erum, fyrr en við höfum náð tökum á þessari kjarnorku vitundarinnar.

TILGANGUR ER ÁST
Tilgangurinn er kjölfesta hamingjunnar. Hann er forsenda innblásturs og ástríðu, ástríðu sem er ljós sýnarinnar, sýnar sem er umgjörð markmiðanna, markmiða sem gerast í augnablikinu en ekki á áfangastað þó svo að áfangastaðurinn sé skýrt tilgreindur. Tilgangurinn er ferðalag lífsins og tækifærið er að njóta sín skref fyrir skref, augnablik fyrir augnablik.

HEITBINDING ER LOFORÐ
Sú athöfn þar sem þú lofar þér til fulls er heitbindingin og hún ákvarðar heimild þína til velsældar. Þegar við lofum okkur til fulls erum við mætt að fullu og máttug – þá erum við ást. Ást er athygli. Ást er eldur. Ást er orka. Ást er ljósið sem við veljum að veita og þegar við erum að veita athygli látum við ljós okkar skína; þá erum við að elska. Að elska er val um að leyfa sjálfum sér og öllum öðrum að vera eins og þeir eru, núna.

FRAMGANGA OPINBERAR HEIMILDINA
Með allri okkar tjáningu segjum við umheiminum hversu verðug við erum. Hér erum við að þjálfa okkur í að klæða okkur upp í tilefnið, andlega, líkamlega, tilfinningalega og huglægt. Við æfum okkur í klæðaburði, málfari, hugsunum og fasi. Við erum að aga okkur til að framkvæma þær sýnir og þau markmið sem eru yfirlýst af okkar hálfu; staðfesta þann vilja okkar og loforðið um að lifa sem frjálsir skaparar með fulla heimild til að lifa í ljósinu.

INNSÆI ER OPIÐ HJARTA
Í innsæinu erum við kærleiksríkt vitni sem fylgist með eigin hegðun með ekkert annað en kærleika að leiðarljósi og í vakandi vitund. Þetta er afstöðulaust áhorf þar sem við sjáum eigin ferli til vansældar eða velsældar betur en nokkru sinni fyrr. Og þar sem við erum beintengd við einlægt og opið hjartað getum við séð öll þessi ólíku ferli sem blessanir og tækifæri.

ÞAKKLÆTI ER BLÓMSTRUN
Hér erum við komin í ljós. Við erum komin í ástand uppljómunar eða alsælu. Þakklæti er hreint ljós; tærasta orka sem til er. Þakklæti er ekki hægt að upplifa í huganum, við getum ekki hugsað okkur þakklát; við verðum að draga djúpt andann og finna það í hjartanu, því að þakklæti er tilfinning en ekki viðhorf eða ákvörðun.

Ásetningur næringar
Ásetningur næringar snýst um ekki aðeins um það hvað við borðum heldur aðallega hvað við nærum. Erum við að nota tækifærið sem við fáum í hvert skipti sem við neytum matar og drykkjar til að næra ást og velsæld eða borðum/étum við á hlaupum og fóðrum þannig fjarveru, streitu, þreytu og vanmátt?