Kennarar

 

Guðni Gunnarsson er stofnandi og upphafsmaður Rope Yoga og GlóMotion hugmyndafræðinnar. Guðni er einn af frumkvöðlum Íslands á sviði líkams og heilsuræktar. Hann hefur starfað við fagið í meira en 35 ár og er m.a. fyrsti einkaþjálfarinn á Íslandi.
Arnór Sveinsson er búinn að vera kenna Jóga og hugleiðslu frá því í september 2013, árið sem hann lauk Jógakennaranámi í Jógaskóla Kristbjargar Kristmundardóttur. Arnór hefur ferðast víðsvegar um heiminn og sótt fjöldan allan af námskeiðum sem tengjast Jóga, hugleiðslu og andlegri vinnu. Hann eyddi þar á meðal miklum tíma með munk í fjöllum norður Tælands þar sem ég fór í djúpa sjálfsvinnu í gegnum hugleiðslu sem er að miklu leiti undirstaðan í kennslunni hans. Arnór hefur alltaf lagt mikla áherslu á öndun og ætlar að fara mjög djúpt í hana á þessu námskeiði. Þeir sem að kannast við Wim Hof öndunina þá er Arnór ný kominn af námskeiði frá sjálfum Wim Hof og mun hann fara í grunninn á þeirri aðferð!
Kristín Ingvadóttir er GlóMotion-heilræktarkennari sem hefur átt fjölbreytilega og farsæla starfsævi; tískubransinn í 30 ár, förðunarfræðingur, sjómaður, bóndi og markaðsmál svo fátt sé nefnt. Hún hefur stundað Rope Yoga með hléum frá árinu 2006, en í byrjun 2016 ákvað hún að gefa sjálfri sér heimild til að hefja þá vegferð sem hefur gefið henni mest; tilgang, ástríðu, líkamlega heilsu og sérstaklega andlega velsæld sem hún elskar að deila með öðrum og veita þjónustu.
Guðrún Birna le Sage er Gló Motion heilræktarkennari, markþjálfi og tveggja barna móðir. Hún hefur víðtæka reynslu af því að vinna með fólki með margvíslegan bakgrunn og á öllum aldri. Hún hefur unnið í stöðu markþjálfa, fimleikaþjálfara, íþróttakennara og umsjónakennara sem og fleiri umönnunarstörfum, svo dæmi sé tekið. Hún er með grunn í félagsráðgjöf og hefur sótt námskeið hjá respectfulmom.com, Play Iceland, Teacher Tom ofl. og hlotið þjálfun í sáttamiðlun – uppbyggilegri réttvísi (Conflict Resolution)