HryggsúluRæs með Arnóri

∞ You are only as young as your spine is flexible ∞

Með því að viðhalda sveigjanlegum hrygg eykur þú ekki einungis blóðflæðið til hryggjarinns heldur í allan líkaman. Allt taugakerfið tengist hryggnum og því eykst uppataka súrefnismagns til taugakerfisnins og nýtur það aukinar næringu. Þegar hryggurinn er sveigjanlegur og veigur eykst orkuflæði líkamans og lífið verður léttara og sveigjanlegra. Öll skilaboð líkamans ferðast í gegnum taugakerfið og því mikilvægt að viðhalda heilbrigðu kerfi 🙂

Með mjúku flæði, jógastöðum og helling af íslensku súrefni ætlum við að hleypa líforkunni í taugakerfið og næra hverja einustu frumu líkamans. Endum síðan tímann á djúpslökun og djúpnærandi nuddi fyrir taugakefið með ekta tíbeskum söngskálum ♥

Ég kem til með að bjóða upp á allskonar Ræs námskeið. Þetta verða 2 klst Ræs og misjafnt hvað verður tekið fyrir; mjaðmir, kjarninn, hryggurinn, hendur & axlir og hver veit hvað mér dettur í hug 🙂
Námskeiðin eru ekki með fastar dagsetningar en verða reglulega – virkum dögum og helgar!
Þú getur mætt hvenær sem er. Þetta eru ekki framhaldstímar heldur er hver tími með sitt þema 🙂

Vertu hjartanlega velkomin/nn í Ræs hjá okkur @ Rope Yoga setrið setrið ♥

Skrá mig