GlóMotion HEILRÆKT kennaranám

200 klukkutíma kennaranámskeið
Hefst: 26. september 2019
Skráning hér

YFIRGRIP: VERTU LJÓMANDI!


Það sem þú lærir, öðlast og ávinnur þér:

Vertu leið/andinn í þínu lífi – Láttu ljós þitt skína!

Njóttu þess að hvetja og stuðla að innblæstri skjólstæðinga þinna þegar þú deilir með þeim háþróuðu verkfærum, þekkingu og kærleik sem GlóMotion/Rope Yoga heilræktarkerfið býður upp á. Námið er vettvangur fyrir vöxt og þroska sem miðar að því að vekja þig til vitundar, taka fulla ábyrð og öðlast þar með getu og vald til að skapa og viðhalda þinni eigin velsæld í vitund.

GlóMotion CORE kennararéttindi færa þér þá þekkingu, mátt og innblástur sem er nauðsynlegur til að leiða GlóMotion CORE tíma og námskeið. Einnig lærir þú að hvetja og styðja nemendur til þess að skapa umgjörð um heilrækt og velsældarvitund sína og styrkja vegferðina þar sem nemandinn lærir að vera leiðtogi í sínu lífi og lifa sem fordæmi fyrir sig og aðra. Þegar þú útskrifast sem GlóMotion/Rope Yoga CORE kennari öðlastu rétt til að eiga og/eða reka GlóMotion Studio og þar með aðgang að þeim verkfærum og þekkingu sem tryggja rekstur fyrirtækis í velsæld. Réttindin veita fullan aðgang að þekkingu, GlóMotion TM lógóinu, nafnspjaldi, hönnun á rými, heimasíðu, appi, tónlist, varningi til endursölu, auglýsingaefni og öðru sem er skilgreint í GlóMotion CORE réttindasamningnum.

Rope Yoga/GloMotion er heildrænt heilsuræktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt/núvitund og lífsspeki til að losa streitu, draga úr sársauka, efla hreyfifærni og úthald og þróa grunnstyrk sem byggir á kjarnavitund.

Rope Yoga/GloMotion er nýstárlegt æfingakerfi sem snýr að kviðarholsvöðvunum. Æfingarnar nota athygli, öndun og hreyfanleika með aðgengi að vöðvum til að byggja upp vöðvana og skilvirka meltingu og tryggja hámarksnýtingu hitaeininga.

Kerfið byggir á sjö ólíkum tegundum æfinga, lífsspeki núvitundar og næringarsálfræði.

Heimspeki GlóMotion UMGJÖRÐ VELSÆLDAR

GlóMotion CORE kennarar öðlast djúpa þekkingu, skilning og tengsl við sjö skrefa umbreytingaheimspeki GlóMotion með sérstakri áherslu á mátt athyglinnar og einingu með KJÖRNUN. GlóMotion kerfið er heilræn hugmyndafræði sem samanstendur af vitund, líkamsæfingum, líffræði, umbreytingarsálfræði og ásetningi næringar. Mikil áhersla er lögð á virka líkamsvitund, öryggi, virkni og heilbrigði liðamóta, aukinn hreyfanleika og haldbæra þekkingu á stoðkerfi líkamans. Sérstök áhersla er lögð á líkamslestur til að skilja áhrif bandvefs á ferlamyndun og hvernig spenna og líkamsstöður birta og opinbera þar með viðhorf, afstöðu, ótta eða öryggi í fasi og hreyfingu einstaklingsins.

GlóMotion STÖÐUR

Æfingarnar er hannaðar með orkukerfi líkamans í huga. Með því að beita tilteknum stöðum og sérstökum æfingum hvetjum við til þolfimi og virkjum orkustöðvar/orkukerfi líkamans til að hámarka lífafl, flæði og orkuflutning í líkamanum. Þessar æfingar styrkja og virkja hryggjarsúluna, stuðla að bættri líkamsstöðu og styðja við opið hjarta.

GlóMotion PRANA- LÍFAFL

Æfingarnar hvetja iðkandann til að anda viljandi í vitund og hámarka þannig lífafl og orkuvinnslu líkamans, ástand einingar/veru. Þær stuðla einnig að einingu líkama, hugar, anda og tilfinninga. Lærðu og þjálfaðu margþættar og skapandi öndunaraðferðir til að hagnýta í daglegu lífi og hámarka þannig virkni hreyfinga og lífsgæði. GlóMotion öndunaræfingarnar eru kerfisbundnar æfingar framkvæmdar í vitund til að stuðla að flæði alheimsorkunnar PRANA í þinni tilvist og líkama til að hámarka líkamsvirkni og orku, eða róa og kyrra hugann/líkamann þegar það á við. Þeir sem stjórna öndun sinni valda tilvist sinni, viljandi. Æfingarnar samhæfa starfsemi lungna og hjartans ásamt því að auka rými rifjahylkisins og þannig rými velsældarheimildar. Þessar djúpþindar- og lungnaþensluæfingar er hannaðar til að hámarka súrefnishæfni, brennslu, orku, kyrrð og þar með sanna velsæld.

GlóMotion MÓTSTAÐA – Atgerfi vitundar.

GlóMotion mótstöðuæfingarnar eru hannaðar til að hagnýta líkamsþyngd og líkamstöðu/birtingu. Þannig er hægt að hagræða álagi æfinga og mótstöðu í fullri vitund/athygli með það markmið að sniðganga vöðvaferli ótta og spennu. Þesss í stað eru virkjuð vöðvakerfi sem eru hlutlaus eða ekki virk eða aðgengileg í vitund og skapa þannig mótvægi, jafnvægi og einingu í líkamanum og í lífinu.

GlóMotion FLÆÐI – Flæði, mýkt og reisn, hreyfivitund.

GlóMotion flæðisæfingar auka nærveru og hreyfanleika með því að virkja og tengja vitund kjarnans – kviðarins. Með því að vekja og virkja grindarbotnsvöðvana og djúpkviðinn skapast mótvægi og kviðvitund/kjörnun sem er forsenda þess að hægt sé að losa spennu í mjaðmargrindarvöðvum, bakvöðvum, hálsi og herðum og við köllum þetta hreyfivitund. Mjaðmir og bak opinbera mest viðnám í líkamanum og með því að læra að vinna í kvið án þess að beita mjaðma- og fótleggjavöðvum losum við bæði bak og hrygg.

GlóMotion SLEPPUR—Teygjur eru hugleiðsla og slökun/losun/rými.

Í GlóMotion köllum við það „sleppur“ sem í jóga og líkamsrækt er kallað teygjur. Að teygja þýðir í flestum tilfellum að lengja í vöðva í tiltekinn tíma og síðan þegar athöfnin endar fer vöðvinn í upphaflega birtingu. Með GlóMotion–sleppum er ásetningurinn að hvetja varanlega losun og mýkt með því að vera í vitund öndunar, opinbera forsendur viðnámsins og breyta síðan viðhorfi til viðnámsins. Þannig fæst varanleg lausn, losun, slökun og rými.

GlóMotion SKÖNNUN/SLÖKUN, Athygli, hugleiðsla, vitund.

Við notum tækni sem er blanda af líkamsvitundaræfingum og staðhæfingum sem eru byggðar á skrefunum sjö. Þessar æfingar þróa með þér kjarnavitund, líkamsvitund og einingu ásamt viðhorfi velsældar. Með þessum æfingum eins og allri nálgun GlóMotion er áherslan á að skapa umgjörð fyrir heildræna vegferð velsældar með því að veita athygli því sem við viljum, frekar en því sem við viljum ekki. Við lærum að hætta að dæma hugsanir okkar og með því láta af afstöðu og viðhorfum gagnvart þeim öðlumst við tæran huga. Við aftengjum hugsanirnar frá tilfinningunum og í því ástandi er kyrrðina, friðinn og hvíldina að finna.

GlóMotion HÆFING heilræn samhæfing – einingar þjálfun.

GlóMotion Therapy er heildræn nálgun, þróuð til að endurheimta áhuga á lífinu, heilbrigði og velsældarvitund með því að virkja hæfni og samhæfingu allra kerfa, líkama, huga, tilfinninga og anda. GlóMotion Therapy vinnur með og eflir öll kerfi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi, lungu, vöðvakerfin og taugakerfið. Aðaláherslan er sú að eina skynsamlega leiðin til bata, líkamlega og andlega, sé viðhorfsbreyting, þ.e. að viðhorfið sé saga sem annaðhvort styður veikindi eða styrk og velsæld. GlóMotion virkjar og eflir alla meltingu, andlega og líkamlega, og stuðlar þannig að andlegri og líkamlegri velsæld, örvar súrefnishæfni og þolfimi líkamans. GlóMotion Therapy örvar sogæðakerfið og eykur þannig skilvirkni meltingar, hægða og losunar óæskilegra eiturefna og annars úrgangs.

Sæktu um GlóMotion CORE kennaranámskeið í dag og breyttu lífi þínu!

Námsefni

GlóMotion CORE 200 tíma kennaranámskeið leggur höfuðáherslu á sterka undirstöðu á tæknilega hæfni, þróunn núvitundar, athygli/veru og samhæfða insæisbyggða nálgun við alla kennslu og þjálfun. Verkfærinn sem þú öðlast gera þér kleyft að kenna/þjálfa fjölbreyttum hópi skjólstæðinga með mismunandi þarfir í huga og á öllum aldri.

Þú útskrifast sem GlóMotion CORE kennari með sterka undirstöðu, þekkingu og þau verkfæri nauðsynleg til að styðja við og örva persónulegan vöxt, þroska, leiðtoga og framúrskarandi hæfni til kennslu. GlóMotion CORE kennaranámskeiðið er upphaf og undirstaða framhalds menntunar innan GlóMotion kerfissins og veitir réttindi til náms í GlóMotion Master Instructor og síðan GlóMotion Life Coach.

 

Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga:
26. september – 29. september, 26.-27. október og 23.-24. nóvember, mæting þrisvar í GlóMotion Heilrækt í viku til 31. desember. Ásamt 25 tíma aðstoðakennsla í sal, má taka á lengri tíma.