Djúpslökun og Tónheilun & með Arnóri

Þetta tími sem býður upp á rými þar sem þú getur leyft líkamanum að gefa alveg eftir meðan tilfinningar og hugur fá að hvíla sig.

Hér er boðið upp á ferðalag inn á við þar sem þú ferðast í gegnum allan líkamann, hvern einsasta líkamspart, hverja einustu frumu og leyfir athygglinni að dvelja þar. Líkaminn fær svefn meðan athygglinn er vakandi og skýr.

Í djúpslökun getur þú upplifað meiri slökun og hvíld heldur en í venjulegu svefn ástandi. Slökuninn endurnærir og endurnýjar frumur líkamans og losar um djúpliggjandi spennu.

Á meðan þessi sjálfsheilun stendur yfir munu nærandi tónar frá ekta tíbeskum söngskálum dansa við hverja einustu frumu líkamans og hjálpa þér að fara ennþá dýpra, losa ennþá meiri spennu meðan líkaminn að endurraðar orkunni og skapar samhljóm milli huga, líkama og sálar.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

TÍBESKAR SÖNGSKÁLAR hafa verið notaðar öldum saman í heilunar tilgangi og til þess að skapa ánægjulegt hugleiðsluástand. Þær gefa frá sér ákveðnar hljóðbylgjur sem að aðstoða líkamann við komast í sitt upprunalegt form.

Hljóðbylgjurnar bera með sér ákveðna tíðni. Þessi tíðni hefur jákvæð áhrif á það sem er í ósamræmi við líkamann, aðstoðar hann við að endurraða sér og skapa samhljóm milli huga líkama og sálar. Þær vinna vel gegn streitu, sársauka, þunglyndi og flestum kvillum sem geta herjað á líkama og huga.

Í þessu heilunarástandi samstilla hljóðbylgjur söngskálana sig við heilabylgjur hugans og skapa fullkomið ástand fyrir djúpa hugleiðslu, skapandi hugsun og djúpa tengingu við innsæið!

Þessar tæru hljóðbylgjur sem að víbra frá tíbesku söngskálunum ýta undir þann hæfileika að hlusta ekki aðeins með eyrunum heldur að finna og skynja með líkamanum okkar!

Skrá mig núna!