• Home
  • Ingibjörg Gréta

Archives of Ingibjörg Gréta

Ingibjörg Gréta hefur stundað Rope Yoga/Gló motion í mörg ár. Hún er morgunhani og mætir í 6.15 morguntímana þrisvar sinnum í viku. Henni finnst gaman að tengja saman lífsspeki Rope Yoga og æfingarnar og er gjörn á að ræða hlutina í tímum sem gefur okkur hinum einnig tækifæri á að ræða hlutina út frá öllum mögulegum sjónarmiðum.

Ingibjörg Gréta er hamhleypa til verka og þegar hún er ekki í Rope Yoga setrinu, setur hún upp stóra sem smáa viðburði. Þá hefur hún mikla ástríðu fyrir íslenskri hönnun, vinnur að markaðsetningu hönnunar undir merkjum Reykjavik Runway á heimsvísu og eins og þetta sé ekki nóg þá framleiðir hún eigin silkislæðulínu, Saga Kakala í samvinnu við íslenska listamenn og hönnuði.

Nói

Þegar maður opnar heimili sitt og hjarta gerast hlutirnir eins og með Nóa frændi sem hefur verið endalaus uppspretta kærleika.

Hrós

Eitt af verkefnum sumarsins voru 17. júní hátíðarhöldin fyrir Kópavogsbæ, mér var hrósað en ég kunni ekki að taka við hrósinu.