Rope Yoga böndin - kjarninn, grunnurinn, hjartað
Æfingar í Rope Yoga böndunum eru kjarninn, grunnurinn og hjartað í Rope Yoga. Kerfið samanstendur af 30 æfingum og teygjum á Rope Yoga bekknum. Guðni sérhannaði þessar æfingar yfir langt tímabil og eru þær grunnurinn að Rope Yoga. Æfingarnar stuðla að auknum kviðstyrk, losa spennu í baki og fótleggjum, auka súrefnisupptöku og brennslu í líkamanum og hafa góð áhrif á meltinguna. 
Öndunaræfingar - umfang öndunar er umfang lífsins 
Öndunaræfingar er fjölbreyttar lungnaþennsluæfingar, þá opnum við þindina, rifjahylkið og virkjum lungnabörkinn. Æfingarnar hjálpa okkur að opna lungun, ná betri stjórn á önduninni og kenna okkur að anda djúpt ofan í kviðarhol, inn í bakið og auka þar með súrefnishæfni allra vöðva líkamans. item 
Flæðiæfingar - flæði, slökun, vitund 
Flæðiæfingarnar auka vitund og eftirtekt og gera okkur kleift að vera meðvituð um spennu og viðnám. Það gefur okkur val um að slaka á og losa um spennuna. Þær eru hannaðar til að auka vitund og hreyfigetu í kjarna líkamans. Þessar æfingar hjálpa okkur einnig að vinna út frá miðju líkamans af miklu öryggi. Blóðrás og allt flæði eykst við minna viðnám sem leiðir til aukinnar orku. Verið sveigjanleg og blíð og farið hægt í æfingarnar. 
Stöðuæfingar - orka, tempó, jafnvægi 
Stöðuæfingarnar eru ellefu æfingar sem eru endurteknar í ákveðnu tempói og með ákveðinni öndun og örva þannig orkuflæði í líkamanum. Þær byggja á 5 tibetan rites og öðrum æfingum sem bæta styrk, liðleika, jafnvægi og auka orku. Hver æfing er endurtekin 7-15 sinnum í röð og svo er hvílt á milli. 
Hægar lyftingar - kyrrð, vitund, styrkur 
Hægar lyftingar eða mótstöðuæfingar eru gerðar mjög hægt og í fullri vitund. Þannig finnum við nákvæmlega hvar átakið kemur í líkamann og getum verið viss um að við séum að nota rétta vöðva í hverri æfingu. Gerðar eru fáar endurtekningar en áhrifin láta ekki á sér standa.
Mótstöðuæfingar með TRX - styrkur, vitund, kjarni 
Mótstöðuæfingar sem gerðar eru með eingin líkamsþyngd í fullri vitund. Í mótstöðuæfingunum notum við TRX bönd og gerum fjölbreyttar æfingar fyrir allan líkamann. Með TRX getum við gert æfingarnar hægt, haldið virkni í kjarna líkamans allan tímann og aukið líkamsvitund og jafnvægi til muna á meðan við styrkjum líkamann.
Djúp teygjur - liðleiki fyrir lífið 
Teygjurnar eru rólegar æfingar þar sem við sleppum okkur inn í núið og aukum liðleika líkamans með fjölbreyttum djúp teygjum eða sleppum eins og við köllum þær.
sterkari kjarni
meira súrefni
stinnari líkami
aukinn liðleiki