Kennararnir á Ed Sheeran

Þeir voru einstakir hinir fjölmörgu bláókunnugu kennarar sem ég mætti í Ed Sheeran röðunum!

Við mæðgurnar keyptum okkur miða á Ed Sheeran með þriðju vinkonunni sem var skráð fyrir miðunum. Þar sem breyting var á högum tveggja úr hópnum þurftum við að fara saman og fá armband svo allir gætu farið inn á svæðið þegar þeim hentaði.

Okkur til happs var ég fyrst á svæðið og biðum við því ekki nema um tvo klukkutíma eftir armbandinu. Mér til skemmtunar ræddi ég við fólkið í kringum mig og vorum við öll spennt fyrir Ed og kvöldinu.

Það höfðu hins vegar ekki allir jafn mikinn húmor fyrir biðröðinni og var ég á tímabili samvirk með fólkinu og hóf að gera gott úr þessu öllu saman – við það æstust sumir, svo ég hætti því.

Það toppaði hinsvegar kennslustundina þessar yndislegu tvær konur í hamborgararöðinni – sem höfðu allt á hornum sér og kvörtuðu sín á milli yfir öllu, líka yfir því hve hamborgararöðin gengi hægt, af hverju ekki væri búið að forsteikja og gera klárt o.s.frv. Þegar ég var svo afgreidd með borgarana sá ég að allt var forsteikt, starfsfólkið var á þönum við að afgreiða og vann sitt starf vel.

Það gera allir sitt besta og það hafa allir rétt fyrir sér – hvort sem það er kvartarinn í röðinni, Ed Sheeran, Sena eða við. Þessi viðburður var svo sannarlega dæmi um það. Ég skemmti mér stórkostlega og þó svo ég hafi beðið í nokkrum röðum var það smá munir miðað við árangurinn og gleðina. Svo ekki sé nú minnst á hve marga kennara ég eignaðist á einu bretti.

Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar – alveg satt!

p.s. myndin er tekin af Facebook síðu Senu Live.

Comment

There is no comment on this post. Be the first one.

Leave a comment