Skipt út sykri

Hér deilir Júlía með okkur hvernig hún eldar án sykurs og skiptir honum markvisst út.

Ef þér þykir martröð að finna út úr því hvar sykur leynist í matnum þinum mun þessi grein vonandi einfalda þér sykurlausa matargerð.

Fátt er meira svekkjandi en að hefja átak og vera dugleg að forðast nammi en uppgötva svo að sykur var falinn í matnum þínum í staðinn. Hér eru því nokkur atriði sem ég vona að hjálpi þér að velja betur.

Hvar er sykur í matvæli

Algengar vörur sem innihalda falinn sykur eru til dæmis salatsósur, mjólkurafurðir, tómatsósur, fitusnauðar vörur, brauð, pakkasósur, áfengi, sulta og chutney, sterkar sósur, majónes, bbq sósur, dósamatur, þurrkaðir ávöxtir því stundum er viðbættur sykur eins og í trönuberjum. Listinn er auðvitað ekki tæmandi en til að hjálpa þér að lesa aftan á vörurnar sem þú kaupir regulega hef ég sett hér að neðan samnefni sykurs. Þau geta verið tvö til þrjú í einni og sömu vörunni og til að einfalda enn frekar hef ég feitletrað þau algengustu.

Hvernig skipti ég út sykri í matnum?

Skoðaðu heilsuhilluna. Flestar vörur í heilsuhillum matvöruverslana innihalda nátturulega sætu og engan sykur en það er ekki þar með sagt að það sé rétt og því er gott að nota lista yfir samnefni sykurs hér að neðan til stuðnings.

Þá er auðvelt að skipta út sykri  svona:

Skiptið út Tómatsósunni fyirr lífræna tómatsósu.

Veljið lífrænt eða vegan majónes.

Dijon sinnep er sykurlaust.

Gerið sósur frá grunni með olíum og kryddum yfir salat eða kjöt, hvítlauksósan hér neðar er góð.

Notið grænmetisteninga í stað dósa- eða pakkasúpu.

Forðist dósamat, alvöru matur bragðast betur hvort sem er.

Algeng samnefni sykurs

cane sugar malt syrup golden sugar
caramel maltodextrin golden syrup
carob syrup maltose grape sugar
corn syrup mannitol high-fructose corn syrup
date sugar molasses honey
dextran rapadura invert sugar
dextrose raw sugar lactose
diatase refiner’s syrup barley malt
diastatic malt sorbitol beet sugar
ethyl maltol sorghum syrup brown sugar
fructose sucrose buttered syrup
glucose turbinado sugar cane-juice crystals
glucose solids xylitol fruit juice concentrate

 

*Feitletruðu nöfnin eru þau algengustu hér á Íslandi

Heilsa og hamingja,

Júlía,
Lifðu til fulls

Comment

There is no comment on this post. Be the first one.

Leave a comment