Uppskrift

Uppskriftabókin Lifðu til fulls, kemur úr endurprentun í ágúst – fyrir orku og ljóma!

Í tilefni sumars og hversu þakklát ég er fyrir ykkur lesendur mína, ákvað ég að deila einni af uppáhalds uppskriftunum mínum úr bókinni hérna með ykkur í dag. Ég vona að þið njótið vel.

Ekta súkkulaði brownies

Botn:
1 bolli möndlur (lagðar í bleyti í 2 klst. eða yfir nótt)
¾ bolli mjúkar döðlur, fjarlægið steininn
salt á hnífsoddi

Súkkulaðikrem:
1 og ½ (c.a ¾ bolli) stórt fullþroskað avókadó
½ bolli kakóduft
¼ bolli kókosolía í fljótandi formi
¼ bolli mjúkar döðlur, fjarlægið steininn
4 dropar stevía
vanilluduft á hnífsoddi eða 1 tsk. vanilludropar
salt á hnífsoddi

Malið möndlurnar vel í matvinnsluvél á lægstu stillingu. Bætið döðlum og salti út í og hrærið þar til blandan myndar deigkúlu sem helst vel saman (ef deigið er of þurrt má bæta við 1-2 tsk af kókosolíu í fljótandi formi). Þrýstið niður í 23 cm smelluform og geymið í kæli á meðan þið útbúið krem.

Setjið næst öll innihaldsefni fyrir súkkulaðikremið í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til kremið er orðið silkimjúkt. Smyrjið kreminu á botninn og geymið kökuna í kæli eða frysti í klukkustund áður en hún er borin fram eða frystið yfir nótt.

Njótið með kókosrjóma og berjum. Kirsuber eða jarðaber eru mitt uppáhald.

Smelltu hér til að tryggja þér eintak af bókinni í forsölu!

ATH bókin verður send til þín í byrjun ágúst. Ég ítreka að þetta er sama bókin og kom út 2016, ekkert hefur breyst. Ef þú átt bókina nú þegar mæli ég auðvitað með að kaupa hana handa einhverjum sem þér þykir vænt um.

Uppskriftirnar í bókinni eru einfaldar og fljótlegar og henta uppteknu fólki og öllum fjölskyldumeðlimum.  Í bókinni má m.a. finna…

  • dásamlega morgunverði
  • millimál
  • hollar útfærslur af vinsælum skyndibitum,
  • mexíkóska rétti
  • sektarlausum sætindi
  • hvernig hægt er að skipta út sykri fyrir aðra hollari kosti
  • ýmsan fróðleik

 

Heilsa og hamingja,

Júlía,
Lifðu til fulls