Breyttur ferill

Það sem hún vinkona mín var snögg að senda mér Youtube hlekk frá Dr. Joe Dispenza þar sem hann ræðir um  breytingar  og hugarfar.

Mér fannst æðislegt að fá þennan hlekk sendan til mín þar sem ég var á göngu í Elliðaárdalnum eftir að hafa sent henni upplýsingar um tækifærið. Ég trúi nefnilega því að þegar maður deilir hugsunum sínum og vilja þá er maður einu skrefi nær.  Ég settist niður í tréhásætið mitt, hlustaði á árniðinn og veitti mér athygli. Spurði mig hvort ég vildi þetta tækifæri og hvað það væri sem ég vildi veita athygli til að öðlast það.

Í bakaleiðinni hlustaði ég á Dr. Joe Dispenza en hann fullyrðir að lífið breytist með breyttu hugarfari. Hann er sammála Guðna um tilganginn og tilfinningar okkar þegar við breytum hugarfarinu ásamt mætti hjartans, hve taktur þess breytist einnig. Þakklæti er hluti af þessu öllu saman sem við vitum nú öll og getum stundað hvar og hvenær sem er. Pæliði í því hve dagurinn verður allur annar þegar maður byrjar á að þakka fyrir sig og veita tilganginum athygli – þá eiginlega leikur allt í höndunum á manni.

Upplifunin á fyrirlestri Dr. Joe  var mögnuð því þegar maður hefur unnið Mátt athyglinnar, sem ég er reyndar að uppgötva með fleiri málefni því tengdu, þá er eins og maður stækki. Máttur athyglinnar er svo magnaður því hann svarar og tengir mann við hvaða málefni sem er.

Nú er ég að veita hugarfarinu mínu athygli, trausti mínu á mér, hvað ég vil og einfaldlega hver tilgangur minn er.

Þvílík forréttindi.