Uppáhalds

Júlía fær oft fyrirspurnin um sínar uppáhaldsvörur og hér deilir hún þeim með okkur.

Hún vonar að þetta gefi ykkur innblástur fyrir sykurlausar vörur sem hægt er að kaupa.

20.feb fyrirlestur (1)

Prótein frá Vivolife

Ég er mjög vandlát þegar kemur að plöntumiðuðum próteinum því ég þoli ekki “prótein-eftirbragð” og vil að próteinið sem ég nota sé hágæða. Ekkert soja, sykur, aukaefni eða annar óþarfi. Ég og systir mín erum eins með það, einu sinni hittumst við með mismunandi prótein sem við höfðum keypt og gerðum bragðsamanburð. Í dag erum við báðar húkt á próteini frá Vivolife. Ég er sérlega hrifin af því vegna þess að það er ótrúlega gott á bragðið, “salted maca caramel” er eitt af uppáhalds en bláberjabragðið er líka í uppáhaldi. Vivolife er einnig hráfæði (raw), inniheldur ensím sem gera það auðmeltanlegra (betra fyrir meltinguna) ásamt því að innihalda meditional mushrooms sem er algjör súperfæða og túrmerik sem dregur úr vöðvabólgu og endurhæfingu líkamans. Síðast en ekki síst er próteinið sykurlaust og sætað með stevíu, án þess að bragðast eins og stevía á nokkurn hátt. Vivolife fæst í verslun yogi.is. Ég er einnig mjög hrifin af macaduftinu þeirra og sustain sem ég nota fyrir æfingar. Svo voru þau að fá nýjung, Magic duft til að gera heita ofurfæðis-drykki sem kemur í þremur bragðtegundum (kakó, túrmerik latté eða matcha latté) það er algjört æði og fæ ég mér það um helgar. Í það er notaður kókossykur sem sætugjafi.

Sveppaelíxar frá foursigmatic

Ef þú hefur fylgst með mér á instastory ættir þú að vita að ég er sjúk í sveppaelíxerduftin frá foursigmatic. Sveppblöndurnar sem ég nota eru mismunandi eftir þörfum, ein eykur einbeitingu, önnur veitir slökun á og önnur eykur orku. Ég skrifaði grein um chagasveppi nýlega ef hún fór framhjá þér mæli ég með að kynna þér greinina um hvernig á að nota sveppa elíxer duftin til að fá sem mesta næringu úr þeim.

Duftin fást í Veganbúðinni hér á Íslandi. 

Kókospálmanektar frá Biona

Kókospálmanektar frá Biona er uppáhalds sætugjafinn minn samhliða stevíudropum. Kókosnektarinn má nota í staðinn fyrir annað síróp eins og hlynsíróp eða hunang, í sömu hlutföllum eða aðeins minna magn en uppskriftin segir til um. Kókosnektarinn er unninn úr blómum kókostrésins, er lágur í frúktósa sem þýðir betri fyrir heilsuna. Kókosnektarinn frá Biona fæst t.d í Nettó og Heilsuhúsinu.

Magnesíumsprey

Þar sem ég fótbrotnaði nýlega hef ég notað magnesíumsprey meira en áður og finnst mér það flýta fyrir bata. Ég sprauta þá magnesíum beint á fótinn eftir sturtu og nudda aðeins, svo nota ég rakt handklæði stuttu síðar og þerra yfir. Margir íþróttamenn nota magnesíumsprey til að flýta fyrir bata en einnig má nota spreyið við fótapirring. Magnesíum er lykilsteinefni sem hjálpar okkur að vinna á sykurlöngun og ég mæli sérstaklega með því fyrir þá sem glíma við streitu! Ég hef prófað nokkur sprey og þessa dagana nota ég frá Kiki Health, sem fæst í Veganbúðinni. Magnesíumsprey geta verið missterk og því er stærri dúnkur ekki alltaf betri kaup.

Vivani súkkulaði

Ég gæti ekki lifað án þess að hafa súkkulaði í lífinu. Þessa dagana er ég sérlega hrifin af Vivani súkkulaðinu sem er algjört lostæti. Í dökka 75% súkkulaðinu þeirra nota þau kókossykur sem sætugjafa en annars nota þau hrásykur. Það eru til allskonar bragðtegundir svo ég held að allir ættu að getað fundið súkkulaði frá þeim við sitt hæfi. Vivani fæsti í Heilsuhúsinuog Nettó.

Acaiduft og kókosskálar

Ég held ég fái aldrei leið á acai skálum mínum, svo síðustu meðmælin fær acaiduft sem ég nota frá Kiki Health eða Raw Chocoloate co. og kókosskál. Mér finnst fallegt að bera fram acaiskálina mína í kókosskálum og fegra með ofurfæðum eins og gojiberjum, kakónibbum, múslí eða kókosnasli frá Ape og toppa með góðu möndlusmjöri! Acaiduftið, kókosskálin og kókossnaslið fæst m.a. í Veganbúðinni en acai duftið má einnig kaupa í Nettó eða Heilsuhúsinu undir merki Raw Chocoloate co.

Heilsa og hamingja

jmsignature

Júlia
Lifðu til fulls!