Vinátta

Vinir mínir hafa ávallt reynst mér vel, hvort sem er í velgengni eða mótbyr. Þeir eru mínir bestu speglar og kennarar.

Amma mín sem ól mig upp, var sérlega ákveðin þegar það kom að vinskap, trúnaði og trausti. Hún var íhaldssöm og lífið hafði kennt henni að velja vini sína vel. Þegar ég kom heim með nýja vini spurði hún mig alltaf hverra manna þeir væru og hve lengi ég hefði þekkt þá. Ég lærði fljótlega að þegar ég kynnti hana fyrir nýjum krökkum, að kynna þá ekki sem vini heldur sem það fólk sem það var. Skilgreiningin á tengingu minni við þau urðu aukaatriði heldur hvernig manneskju viðkomandi hafði að geyma.

Stundum var amma mín dómhörð en var fljót að viðurkenna það þegar hún áttaði sig á dómhörkunni. Hún gaf mér dæmi um fólk sem hún hafði kynnst og treyst og hvernig það hefði reynst henni, hvort sem það voru dæmi um velgengni eða mótbyr.

Besta vinkona mín og æskuvinkona lést langt um aldur fram fyrir um 10 árum og áttaði ég mig á því að hún hafði fyllt út í öll vinaboxin sem ég þekkti og hefur það skarð ekki verið fyllt. Hinsvegar hef ég kynnst á lífsleiðinni öðru fólki sem ég vel að kalla vini mína og í vikunni sem leið reyndi á þá vináttu. Góður vinur getur gert kraftaverk segir í vísunni góðu. Þannig gerðu nokkrir af mínum nánustu vinum kraftaverk í vikunni sem leið þegar þeir spegluðu stóra verkefnið sem ég stóð frammi fyrir. Ég þurfti ekki meir, valdi viðbragð og tók örugg næsta skref í átt að minni velsæld.

Rope Yoga og GlóMotion eru mínir leiðarvísar ásamt nánustu vinum. Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar!